Opnunarhátíðin fer fram á hinum glæsilega Maracana-velli þar sem úrslitaleikur HM í fótbolta fór fram fyrir tveimur árum.
Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum lögðu lögreglumenn hald á 93 pakka af kókaíni rétt fyrir utan Maracana á mánudagskvöldið.
Það er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað pakkarnir voru með Ólympíuhringjunum frægu og opinberu merki ÓL í Ríó.
Dópsalarnir hafa eflaust litlar áhyggjur af því að brjóta lög um höfundarrétt en þeir voru þó svo „hugulsamir“ að setja viðvörunina „notist ekki í návist barna“ á pakkana.
Rio cocaine dealers now using the Olympic logo, plus the warning "don't use near children," which is very thoughtful pic.twitter.com/8M0e551eej
— Alex Cuadros (@alexcuadros) July 26, 2016