Um réttindi kvenna í Íran Stefán Karlsson skrifar 18. mars 2016 00:00 Ég las blogg um Íran eftir varaþingmann Pírata, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þar sem hún fullyrðir að konur í Íran búi við meiri réttindi en konur á Íslandi. Mér blöskraði svo þessi réttlæting og undirlægjuháttur gagnvart kúgunarstjórninni í Íran að ég sé mig tilneyddan til að bregðast við. Hugmyndafræði klerkastjórnarinnar í Íran byggist á því að konur eigi að fara aftur inn á heimilin og þær eiga ekki að ganga í skóla. Þær eiga ekki að taka þátt í opinberu lífi í samfélaginu. Khomeini erkiklerkur í Íran, sem sjálfur tók sér níu ára brúði, sagði eitt sinn að pólitíska þátttöku kvenna mætti leggja að jöfnu við vændi. Eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979 afnámu stjórnvöld fjölskyldulögin frá 1975 sem tryggðu framfærslu eftir skilnað, takmörkuðu heimild til fjölkvænis og veittu jafnvel konum rétt til að skilja við eiginmenn sína og giftast aftur. Í stað þeirra komu hin skelfilegu írönsku refsilög en samkvæmt þeim er litið svo á að níu ára stúlka sé fullorðin. Ef hún fremur glæp sem kallar á dauðarefsingu getur rétturinn dæmt hana til dauða. Ef karlmaður og kona lamast af völdum slyss skulu bætur fyrir skaðann sem konan fær nema helmingi þess sem karlmaðurinn fær. Lögin heimila föður, sem fær leyfi dómstóla, til að gifta dóttur sína burtu áður en hún nær þrettán ára aldri manni sem er sjötíu ára. Sem áþreifanleg dæmi um það ástand sem konur í Íran búa við má nefna konu sem var hýdd til dauða vegna þess að sést hafði til hennar synda í heimilislaug fjölskyldunnar í sundbol og einnig sextán ára stúlku sem var hengd til dauða í byggingarkrana fyrir glæpi gegn hreinlífi. Þessari stúlku hafði verið nauðgað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá kúgun sem konur í þessu landi búa við og ég hugsa að íslenskar konur myndu ekki vilja skipta. Að mínum dómi byggjast írönsk lög á kvalalosta. Það er hörmulegt til þess að vita að fólk með viðhorf eins og Ásta Guðrún hefur skuli geta komist til áhrifa í íslensku samfélagi sem allar líkur eru á miðað við það fylgi sem Píratar hafa í skoðanakönnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Ég las blogg um Íran eftir varaþingmann Pírata, Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þar sem hún fullyrðir að konur í Íran búi við meiri réttindi en konur á Íslandi. Mér blöskraði svo þessi réttlæting og undirlægjuháttur gagnvart kúgunarstjórninni í Íran að ég sé mig tilneyddan til að bregðast við. Hugmyndafræði klerkastjórnarinnar í Íran byggist á því að konur eigi að fara aftur inn á heimilin og þær eiga ekki að ganga í skóla. Þær eiga ekki að taka þátt í opinberu lífi í samfélaginu. Khomeini erkiklerkur í Íran, sem sjálfur tók sér níu ára brúði, sagði eitt sinn að pólitíska þátttöku kvenna mætti leggja að jöfnu við vændi. Eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979 afnámu stjórnvöld fjölskyldulögin frá 1975 sem tryggðu framfærslu eftir skilnað, takmörkuðu heimild til fjölkvænis og veittu jafnvel konum rétt til að skilja við eiginmenn sína og giftast aftur. Í stað þeirra komu hin skelfilegu írönsku refsilög en samkvæmt þeim er litið svo á að níu ára stúlka sé fullorðin. Ef hún fremur glæp sem kallar á dauðarefsingu getur rétturinn dæmt hana til dauða. Ef karlmaður og kona lamast af völdum slyss skulu bætur fyrir skaðann sem konan fær nema helmingi þess sem karlmaðurinn fær. Lögin heimila föður, sem fær leyfi dómstóla, til að gifta dóttur sína burtu áður en hún nær þrettán ára aldri manni sem er sjötíu ára. Sem áþreifanleg dæmi um það ástand sem konur í Íran búa við má nefna konu sem var hýdd til dauða vegna þess að sést hafði til hennar synda í heimilislaug fjölskyldunnar í sundbol og einnig sextán ára stúlku sem var hengd til dauða í byggingarkrana fyrir glæpi gegn hreinlífi. Þessari stúlku hafði verið nauðgað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þá kúgun sem konur í þessu landi búa við og ég hugsa að íslenskar konur myndu ekki vilja skipta. Að mínum dómi byggjast írönsk lög á kvalalosta. Það er hörmulegt til þess að vita að fólk með viðhorf eins og Ásta Guðrún hefur skuli geta komist til áhrifa í íslensku samfélagi sem allar líkur eru á miðað við það fylgi sem Píratar hafa í skoðanakönnunum.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar