Söfnum í sjóð: Heilaforði - hugrænn forði María K. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2016 00:00 Árið 1989 birtist rannsókn sem vakti mikla athygli og átti eftir að efla skilning okkar á Alzheimer sjúkdóminum. Í rannsókninni kom í ljós að konur, sem við krufningu reyndust hafa umtalsverð merki Alzheimer sjúkdóms í heila, höfðu engu að síður verið við góða hugræna heilsu áður en þær létust. Nýrri rannsóknir hafa oftsinnis staðfest að þrátt fyrir merki um Alzheimer sjúkdóm í heila getur fólk haft eðlilega vitræna getu og að ekki er beint samband milli ástands heilans og hugrænnar skerðingar. Til að skýra þetta misræmi milli sjúkleika í heila og hugræns heilbrigðis urðu til hugtökin heilaforði og hugrænn forði (e. brain/cognitive reserve) sem oft eru notuð jöfnum höndum. Þeir sem hafa mikinn heilaforða eru taldir hafa aukið sjúkdómsviðnám og sýna einkenni heilabilunar seinna í sjúkdómsferlinu en þeir sem hafa minna viðnám, eða minni heilaforða. Einföld framsetning á því hvað heilaforði er, er að heilaforði er það sem kemur út úr öllu því góða sem við höfum lagt inn í heilsubankann að frádregnu því hnjaski sem heilinn getur orðið fyrir á langri ævi, til dæmis vegna sjúkdóma, slysa eða óheilbrigðra lifnaðarhátta. Flestar fræðigreinar sem skrifaðar hafa verið um hugtakið heilaforði tengjast heilabilun, til dæmis Alzheimer sjúkdómi, en þetta hugtak á einnig við í öðrum tilvikum. Eftir því sem heilinn er í betra ástandi, því betur getum við tekist á við ýmsa sjúkdóma sem ógna starfsemi hans. En hvað er það sem eykur heilahreysti og þar með hugrænan forða? Margar áhorfsrannsóknir, þar sem skoðuð eru tengsl heilabilunar og ýmissa þátta hafa leitt í ljós að þeir sem hafa langa formlega menntun sýna merki heilabilunar síðar í sjúkdómsferlinu en þeir sem minni menntun hafa. En það er ekki bara formleg skólaganga sem skiptir máli. Annars konar nám, fjölbreytt áhugamál, regluleg hreyfing af hæfilegri ákefð, almenn virkni og nýjungagirni verndar einstaklinga einnig gegn heilabilun. Sama máli gegnir um það að halda sykursýki, háþrýstingi og öðrum vágestum frá með hollum lifnaðarháttum og viðeigandi meðferð. Það að forðast streitu, sofa vel og hugsa að andlegri heilsu stuðlar líka að heilahreysti og að því að varðveita þann heilaforða sem við höfum. Það er ekki svo að þeir sem hafa mikinn heilaforða fái ekki heilabilun. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í sama mæli í heila þeirra og hjá þeim sem hafa minni heilaforða en heilinn þolir betur meinið. Þetta er meðal annars talið vera vegna þess að tengingar milli taugafruma eru fleiri og að viðkomandi einstaklingur vinnur hugræn verk á skilvirkari hátt. Þetta viðnám dugar þó bara upp að ákveðnu marki og þegar ákveðnum þröskuldi er náð bresta allar varnir og þá geta einkennin komið mjög skyndilega og hratt fram. Það er lífstíðarverkefni að huga að heilahreysti, líkt og öllu öðru heilbrigði. Komum út í plús! Hugum að heilahreysti alla daga, allt okkar líf. Það gildir um heilaforða eins og annað: það eyðist sem af er tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 birtist rannsókn sem vakti mikla athygli og átti eftir að efla skilning okkar á Alzheimer sjúkdóminum. Í rannsókninni kom í ljós að konur, sem við krufningu reyndust hafa umtalsverð merki Alzheimer sjúkdóms í heila, höfðu engu að síður verið við góða hugræna heilsu áður en þær létust. Nýrri rannsóknir hafa oftsinnis staðfest að þrátt fyrir merki um Alzheimer sjúkdóm í heila getur fólk haft eðlilega vitræna getu og að ekki er beint samband milli ástands heilans og hugrænnar skerðingar. Til að skýra þetta misræmi milli sjúkleika í heila og hugræns heilbrigðis urðu til hugtökin heilaforði og hugrænn forði (e. brain/cognitive reserve) sem oft eru notuð jöfnum höndum. Þeir sem hafa mikinn heilaforða eru taldir hafa aukið sjúkdómsviðnám og sýna einkenni heilabilunar seinna í sjúkdómsferlinu en þeir sem hafa minna viðnám, eða minni heilaforða. Einföld framsetning á því hvað heilaforði er, er að heilaforði er það sem kemur út úr öllu því góða sem við höfum lagt inn í heilsubankann að frádregnu því hnjaski sem heilinn getur orðið fyrir á langri ævi, til dæmis vegna sjúkdóma, slysa eða óheilbrigðra lifnaðarhátta. Flestar fræðigreinar sem skrifaðar hafa verið um hugtakið heilaforði tengjast heilabilun, til dæmis Alzheimer sjúkdómi, en þetta hugtak á einnig við í öðrum tilvikum. Eftir því sem heilinn er í betra ástandi, því betur getum við tekist á við ýmsa sjúkdóma sem ógna starfsemi hans. En hvað er það sem eykur heilahreysti og þar með hugrænan forða? Margar áhorfsrannsóknir, þar sem skoðuð eru tengsl heilabilunar og ýmissa þátta hafa leitt í ljós að þeir sem hafa langa formlega menntun sýna merki heilabilunar síðar í sjúkdómsferlinu en þeir sem minni menntun hafa. En það er ekki bara formleg skólaganga sem skiptir máli. Annars konar nám, fjölbreytt áhugamál, regluleg hreyfing af hæfilegri ákefð, almenn virkni og nýjungagirni verndar einstaklinga einnig gegn heilabilun. Sama máli gegnir um það að halda sykursýki, háþrýstingi og öðrum vágestum frá með hollum lifnaðarháttum og viðeigandi meðferð. Það að forðast streitu, sofa vel og hugsa að andlegri heilsu stuðlar líka að heilahreysti og að því að varðveita þann heilaforða sem við höfum. Það er ekki svo að þeir sem hafa mikinn heilaforða fái ekki heilabilun. Sjúkdómurinn getur verið til staðar í sama mæli í heila þeirra og hjá þeim sem hafa minni heilaforða en heilinn þolir betur meinið. Þetta er meðal annars talið vera vegna þess að tengingar milli taugafruma eru fleiri og að viðkomandi einstaklingur vinnur hugræn verk á skilvirkari hátt. Þetta viðnám dugar þó bara upp að ákveðnu marki og þegar ákveðnum þröskuldi er náð bresta allar varnir og þá geta einkennin komið mjög skyndilega og hratt fram. Það er lífstíðarverkefni að huga að heilahreysti, líkt og öllu öðru heilbrigði. Komum út í plús! Hugum að heilahreysti alla daga, allt okkar líf. Það gildir um heilaforða eins og annað: það eyðist sem af er tekið.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar