Nýtur erlendur einstaklingur með geðröskun engrar samúðar? Magnús Þorkelsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Þessa dagana er fjölskylda hér í Hafnarfirði í mikilli klemmu. Hún hefur verið hér á landi frá því sumarið 2015. Hjónin eru hámenntuð en óttast um hag sinn eftir að gamli kommúnistaflokkur Albaníu komst til valda á ný fyrir nokkrum árum. Það er vegna þátttöku heimilisföðurins í stjórnmálum. Þau eiga fjögur börn. Dóttur sem er í háskóla í Albaníu, son sem býðst nám í HR næsta vetur, dóttur sem stendur sig með afar mikilli prýði í Flensborgarskólanum og ungan son sem er í grunnskóla. Mér er kunnugt um að þeim yngri systkinunum gengur einnig vel félagslega og hann leikur stoltur knattspyrnu í búningi FH. Þetta fólk ber af sér góðan þokka og því stendur til boða vinna hérlendis. Þau eru sum hver vel mælt á íslensku. Í lok síðasta árs greip allsherjarnefnd Alþingis inn í mál annarrar fjölskyldu, með miklum sóma, og var sagt að þar hefði meðal annars ráðið ferðum samúðarbylgja vegna lítils barns sem var veikt. Mál Dega-fjölskyldunnar, sem hér var nefnd að ofan var nefnd er sambærilegt. Eldri sonurinn er veikur. Hann á við geðröskun að stríða. Mér var sagt af fjölmiðlamanni að þau veikindi væru ekki eins spennandi þegar að samúð kemur. Hvernig má það vera? Skiptir máli hver sjúkdómurinn er ef manneskja er veik? Eru fordómarnir að ganga frá okkur í þessu máli? Útlendingur, geðröskun, ungur maður frekar en barn? Hvar er samúð þín íslenska þjóð? Hafandi kynnst þessu kostafólki þá tel ég að landið mitt og þjóðin séu að senda frá sér kærkomna, velmenntaða borgara. Auk þess þá hafa löglærðir menn bent á mikið misræmi í úrvinnslu mála af þessu tagi. Héðan hafa flust þúsundir Íslendinga, fleiri en útlendingar sem komið hafa hingað. Nú er verið að flytja inn erlent vinnuafl. Hvað er í gangi? Ég ítreka beiðnir mína sem ég hef sent þingheimi, forsetanum, ráðherrum, svo nokkuð sé nefnt. Ég bið þess lengstra orða að góðir og velviljaðir menn og konur geti hugsanlega haft áhrif á þetta mál. Mér vitanlega má búast við því að næstu daga verði þetta góða fólk flutt úr landi í lögreglufylgd eins og ótíndir glæpamenn. Á íslensk þjóð ekki stærra hjarta en svo? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er fjölskylda hér í Hafnarfirði í mikilli klemmu. Hún hefur verið hér á landi frá því sumarið 2015. Hjónin eru hámenntuð en óttast um hag sinn eftir að gamli kommúnistaflokkur Albaníu komst til valda á ný fyrir nokkrum árum. Það er vegna þátttöku heimilisföðurins í stjórnmálum. Þau eiga fjögur börn. Dóttur sem er í háskóla í Albaníu, son sem býðst nám í HR næsta vetur, dóttur sem stendur sig með afar mikilli prýði í Flensborgarskólanum og ungan son sem er í grunnskóla. Mér er kunnugt um að þeim yngri systkinunum gengur einnig vel félagslega og hann leikur stoltur knattspyrnu í búningi FH. Þetta fólk ber af sér góðan þokka og því stendur til boða vinna hérlendis. Þau eru sum hver vel mælt á íslensku. Í lok síðasta árs greip allsherjarnefnd Alþingis inn í mál annarrar fjölskyldu, með miklum sóma, og var sagt að þar hefði meðal annars ráðið ferðum samúðarbylgja vegna lítils barns sem var veikt. Mál Dega-fjölskyldunnar, sem hér var nefnd að ofan var nefnd er sambærilegt. Eldri sonurinn er veikur. Hann á við geðröskun að stríða. Mér var sagt af fjölmiðlamanni að þau veikindi væru ekki eins spennandi þegar að samúð kemur. Hvernig má það vera? Skiptir máli hver sjúkdómurinn er ef manneskja er veik? Eru fordómarnir að ganga frá okkur í þessu máli? Útlendingur, geðröskun, ungur maður frekar en barn? Hvar er samúð þín íslenska þjóð? Hafandi kynnst þessu kostafólki þá tel ég að landið mitt og þjóðin séu að senda frá sér kærkomna, velmenntaða borgara. Auk þess þá hafa löglærðir menn bent á mikið misræmi í úrvinnslu mála af þessu tagi. Héðan hafa flust þúsundir Íslendinga, fleiri en útlendingar sem komið hafa hingað. Nú er verið að flytja inn erlent vinnuafl. Hvað er í gangi? Ég ítreka beiðnir mína sem ég hef sent þingheimi, forsetanum, ráðherrum, svo nokkuð sé nefnt. Ég bið þess lengstra orða að góðir og velviljaðir menn og konur geti hugsanlega haft áhrif á þetta mál. Mér vitanlega má búast við því að næstu daga verði þetta góða fólk flutt úr landi í lögreglufylgd eins og ótíndir glæpamenn. Á íslensk þjóð ekki stærra hjarta en svo?
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar