Nálgunarbönn, kynbundið ofbeldi, femínismi og mæðrahyggja Jakob Ingi Jakobsson skrifar 21. mars 2016 12:27 Þessi grein er sett fram til að vekja athygli á að gerendur í heimilisofbeldismálum eru af báðum kynjum en ekki eingöngu karlar. Tilefnið er að í dag er verið að breyta almennum hegningarlögum svo að heimilt verði að beita þyngri refsingum í heimilisofbeldismálum og er það vel. Það er áberandi í umræðunni að breyta þurfi aðferðarfræði lögreglunnar til að lögreglan geti tekið með huglægum en ekki hlutlægum hætti á meintu heimilisofbeldi. Það tel ég afar varhugavert og alls ekki til þess fallið að leiða til góðs! Afleiðingarnar verða mismunun. En samkvæmt skýru inntaki stjórnarskrár skal jafns réttar kynjanna gætt í "hvívetna". Réttur beggja kynjanna skal því haldið til haga að jöfnu, ekki í sumu heldur öllu! Allt annað fer gegn stjórnarskrá og hefur ekkert gildi. Konur virðast almennt meina að kynbundið heimilisofbeldii beinist fyrst og fremst að konum. Við megum ekki telja kynbundið ofbeldi það sama og heimilisofbeldi. Það virðist einum of sjálfgefið að tala um heimilisofbeldi sem almennt kynbundið ofbeldi. Heimilisofbeldi er ekki kynbundið þar sem það er bæði líkamlegt og andlegt. Það er því ofbeldi sem bæði kyn verða fyrir. Erlendar rannsóknir sína að heimilisofbeldi er um það bil 40% andlegt ofbeldi en 60% líkamlegt. Konur mælast meirihluti geranda í andlegu ofbeldi en karlar í hinu líkamlega. Hvort það andlega eða það líkamlega komi á undan eða leiði af hinu skal ósagt látið. Líkamlega ofbeldið kann að vera kjánaleg eða óheppileg afleiðing andlegs ofbeldis, við getum ekki alhæft um hvort komi á undan. En þó virðist sem líkamlegt ofbeldi sé oftar afleiðing þess aðila er búið hefur lengi við andlegt ofbeldi og notar þessa óheppilegu leið að beita aflmuni til að jafna stöðuna milli sín og maka síns. Það er þó ekkert sem réttlætir slíka hegðun, rétt að benda á það. En það ber að hafa það í huga sem fyrr þegar dæma skal manneskju. Þá tel ég háttsemi talsmanna kvennréttinda innan og utan lögreglu um það hvernig þær blanda börnum inn í þessa umræðu mjög ámælisverða. Því andlega ofbeldið sem þau þurfa að þola að upplifa á heimilum veldur börnum síst minni skaða en hið líkamlega. Konur valda börnum sínum því síst minna tjóni en karlar gera í þróunarferli heimilisofbeldisins. Þá erum umgengismálin sem oft á eftir fara öll lituð mæðrahyggju og réttur barnanna því af þeim sökumof oft fyrir borð borinn. Ef okkur er alvara um að takast á við heimilisofbeldi, þá verðum við að takast á við öll fórnarlömb raunverulegs heimilisofbeldis, þ.e. karlana og börnin eins og kvennana. Þetta er ekki einstefna. Og þrátt fyrir þessar staðreyndir breytist ekkert hérlendis í umræðunni. Engin manneskja - kvenkyns eða karlkyns - er að biðja um ofbeldi, ég held að það séu nú flestir sammála um það. Ég er að óska eftir því að skilgreiningar verði víkkaðar hvað aðila máls varðar. Og að dómstólar skeri eftir sem áður úr um rétt viðkomandi aðila. Fólk sem stendur utan öfgahópa þorir illa að tjá sig um þessi málefni af einhverrjum ótta við afleiðingarnar. Venjulegt fólk á ekki að þurfa að óttast afleiðingar orða sinn ef það eru málefnalegt. Hvet ég fólk til að tjá sig. Þess er þörf. Þessi sjónarmið um aðkomu lögreglu gengur ekki upp ef við ætlum að halda okkur við þá meginreglu að "allir séu saklausir uns sök er sönnuð". Við getum ekki látið lögregluna ákveða einhliða hvorum aðilanum eigi að refsa með að beita viðkomandi nálgunarbanni og hugsanlega valda viðkomandi gríðarlegum réttarfarslegum erfiðleikum til að td. geta umgengist börn sín. Þá er ég að tala um bæði hagsmuni konu og karls. Ef börn eru í spilinu getur afleiðing hugsanlegs frumhlaups viðkomandi lögreglustjóra orðið til þess að börnin bæru mestan skaðann vegna skertrar umgengni við foreldri sitt. En lögreglustjórar virðast sumir hverjir afar femíniskir í vinnubrögðum og þar af leiðandi hlutdrægir og ekki hæfir til að fjalla um málefni sem þessi á grundvelli hæfisreglna. Því þarf að ræða þetta allt í einu. Það er óásættanlegt að setja lög um heimilisofbeldi þar sem fórnarlamb er hugsanlega handtekið og dæmt. Konan getur hafa beitt karlinn andlegu ofbeldi sem á endanum veldur því að allt springur á endanum og endar í líkamlegu ofbeldi þar sem karlinn hefur aflmuninn. Þá er karlinn handtekinn og ákærður en konan getur óhindrað haldið áfram sama athæfi í næsta sambandi. Við getum auðvitað líka snúið þessu alveg við og sagt að karlinn beiti konuna andlegu ofbeldi og uppskeri svo frelsi ef konan yrði tekin. En umræðan er öll á hinn veginn. Það ber að vara við því að hugsa þetta svona. Það er femíniskt og litað af fordómum, öfgum og mismunun. Allt leiðir til brots á mannréttindum. Réttur karlsins eða konunnar til að njóta "réttlátrar málsmeðferðar" er ekki tryggður með huglægri ákvörðun einhvers lögreglustjóra. Dómstólar eru án vafa best fallnir til að tryggja réttláta málsmeðferð. Dómstólar meta hlutina hlutlægt en ekki huglægt enda ber þeim að dæma að lögum. Kynin beita hvort annað ofbeldi. Við verður að stíga varlega til jarðar er við skerum upp herör gegn heimilisofbeldi. Það er varhugavert að leggja tillögur öfgahópa eins og femínista til grundvallar. Þar á bæ er körlum allt að kenna og konum ekkert. Að fara að ráðum femínista eins og virðist í tísku í dag má líkja við það er farið var að ráðum ráðum nasista í heimstyrjöldinni um meðferð gyðinga, og allir vita í dag að það sem þá þótti flott var það ekki. Eigum við ekki að læra af fortíðinni? Viðhorf er hneigjast undir að vera nasísk, fasísk, rasísk eða femínisk eiga ekki heima við setningu laga og réttar þar sem jafnræðis og mannréttinda skal gætt. Öfgahópar berjast fyrir rétti einhvers ákveðins hóps en ekki heildar. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því. Femínismi er augljóslega ekki jafnréttissamtök heldur baráttuhópar fyrir auknum sérrréttindum. Ef við viljum virða almenn mannréttindi þarf að gæta að meðalhófinu. Karlar eiga rétt eins og konur. Og þó þeir séu mun líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi eru konur skv. erlendum könnunum sannanlega mun líklegri til að beita andlegu ofbeldi. Stuðlum að jöfnum rétti karla og kvenna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er sett fram til að vekja athygli á að gerendur í heimilisofbeldismálum eru af báðum kynjum en ekki eingöngu karlar. Tilefnið er að í dag er verið að breyta almennum hegningarlögum svo að heimilt verði að beita þyngri refsingum í heimilisofbeldismálum og er það vel. Það er áberandi í umræðunni að breyta þurfi aðferðarfræði lögreglunnar til að lögreglan geti tekið með huglægum en ekki hlutlægum hætti á meintu heimilisofbeldi. Það tel ég afar varhugavert og alls ekki til þess fallið að leiða til góðs! Afleiðingarnar verða mismunun. En samkvæmt skýru inntaki stjórnarskrár skal jafns réttar kynjanna gætt í "hvívetna". Réttur beggja kynjanna skal því haldið til haga að jöfnu, ekki í sumu heldur öllu! Allt annað fer gegn stjórnarskrá og hefur ekkert gildi. Konur virðast almennt meina að kynbundið heimilisofbeldii beinist fyrst og fremst að konum. Við megum ekki telja kynbundið ofbeldi það sama og heimilisofbeldi. Það virðist einum of sjálfgefið að tala um heimilisofbeldi sem almennt kynbundið ofbeldi. Heimilisofbeldi er ekki kynbundið þar sem það er bæði líkamlegt og andlegt. Það er því ofbeldi sem bæði kyn verða fyrir. Erlendar rannsóknir sína að heimilisofbeldi er um það bil 40% andlegt ofbeldi en 60% líkamlegt. Konur mælast meirihluti geranda í andlegu ofbeldi en karlar í hinu líkamlega. Hvort það andlega eða það líkamlega komi á undan eða leiði af hinu skal ósagt látið. Líkamlega ofbeldið kann að vera kjánaleg eða óheppileg afleiðing andlegs ofbeldis, við getum ekki alhæft um hvort komi á undan. En þó virðist sem líkamlegt ofbeldi sé oftar afleiðing þess aðila er búið hefur lengi við andlegt ofbeldi og notar þessa óheppilegu leið að beita aflmuni til að jafna stöðuna milli sín og maka síns. Það er þó ekkert sem réttlætir slíka hegðun, rétt að benda á það. En það ber að hafa það í huga sem fyrr þegar dæma skal manneskju. Þá tel ég háttsemi talsmanna kvennréttinda innan og utan lögreglu um það hvernig þær blanda börnum inn í þessa umræðu mjög ámælisverða. Því andlega ofbeldið sem þau þurfa að þola að upplifa á heimilum veldur börnum síst minni skaða en hið líkamlega. Konur valda börnum sínum því síst minna tjóni en karlar gera í þróunarferli heimilisofbeldisins. Þá erum umgengismálin sem oft á eftir fara öll lituð mæðrahyggju og réttur barnanna því af þeim sökumof oft fyrir borð borinn. Ef okkur er alvara um að takast á við heimilisofbeldi, þá verðum við að takast á við öll fórnarlömb raunverulegs heimilisofbeldis, þ.e. karlana og börnin eins og kvennana. Þetta er ekki einstefna. Og þrátt fyrir þessar staðreyndir breytist ekkert hérlendis í umræðunni. Engin manneskja - kvenkyns eða karlkyns - er að biðja um ofbeldi, ég held að það séu nú flestir sammála um það. Ég er að óska eftir því að skilgreiningar verði víkkaðar hvað aðila máls varðar. Og að dómstólar skeri eftir sem áður úr um rétt viðkomandi aðila. Fólk sem stendur utan öfgahópa þorir illa að tjá sig um þessi málefni af einhverrjum ótta við afleiðingarnar. Venjulegt fólk á ekki að þurfa að óttast afleiðingar orða sinn ef það eru málefnalegt. Hvet ég fólk til að tjá sig. Þess er þörf. Þessi sjónarmið um aðkomu lögreglu gengur ekki upp ef við ætlum að halda okkur við þá meginreglu að "allir séu saklausir uns sök er sönnuð". Við getum ekki látið lögregluna ákveða einhliða hvorum aðilanum eigi að refsa með að beita viðkomandi nálgunarbanni og hugsanlega valda viðkomandi gríðarlegum réttarfarslegum erfiðleikum til að td. geta umgengist börn sín. Þá er ég að tala um bæði hagsmuni konu og karls. Ef börn eru í spilinu getur afleiðing hugsanlegs frumhlaups viðkomandi lögreglustjóra orðið til þess að börnin bæru mestan skaðann vegna skertrar umgengni við foreldri sitt. En lögreglustjórar virðast sumir hverjir afar femíniskir í vinnubrögðum og þar af leiðandi hlutdrægir og ekki hæfir til að fjalla um málefni sem þessi á grundvelli hæfisreglna. Því þarf að ræða þetta allt í einu. Það er óásættanlegt að setja lög um heimilisofbeldi þar sem fórnarlamb er hugsanlega handtekið og dæmt. Konan getur hafa beitt karlinn andlegu ofbeldi sem á endanum veldur því að allt springur á endanum og endar í líkamlegu ofbeldi þar sem karlinn hefur aflmuninn. Þá er karlinn handtekinn og ákærður en konan getur óhindrað haldið áfram sama athæfi í næsta sambandi. Við getum auðvitað líka snúið þessu alveg við og sagt að karlinn beiti konuna andlegu ofbeldi og uppskeri svo frelsi ef konan yrði tekin. En umræðan er öll á hinn veginn. Það ber að vara við því að hugsa þetta svona. Það er femíniskt og litað af fordómum, öfgum og mismunun. Allt leiðir til brots á mannréttindum. Réttur karlsins eða konunnar til að njóta "réttlátrar málsmeðferðar" er ekki tryggður með huglægri ákvörðun einhvers lögreglustjóra. Dómstólar eru án vafa best fallnir til að tryggja réttláta málsmeðferð. Dómstólar meta hlutina hlutlægt en ekki huglægt enda ber þeim að dæma að lögum. Kynin beita hvort annað ofbeldi. Við verður að stíga varlega til jarðar er við skerum upp herör gegn heimilisofbeldi. Það er varhugavert að leggja tillögur öfgahópa eins og femínista til grundvallar. Þar á bæ er körlum allt að kenna og konum ekkert. Að fara að ráðum femínista eins og virðist í tísku í dag má líkja við það er farið var að ráðum ráðum nasista í heimstyrjöldinni um meðferð gyðinga, og allir vita í dag að það sem þá þótti flott var það ekki. Eigum við ekki að læra af fortíðinni? Viðhorf er hneigjast undir að vera nasísk, fasísk, rasísk eða femínisk eiga ekki heima við setningu laga og réttar þar sem jafnræðis og mannréttinda skal gætt. Öfgahópar berjast fyrir rétti einhvers ákveðins hóps en ekki heildar. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því. Femínismi er augljóslega ekki jafnréttissamtök heldur baráttuhópar fyrir auknum sérrréttindum. Ef við viljum virða almenn mannréttindi þarf að gæta að meðalhófinu. Karlar eiga rétt eins og konur. Og þó þeir séu mun líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi eru konur skv. erlendum könnunum sannanlega mun líklegri til að beita andlegu ofbeldi. Stuðlum að jöfnum rétti karla og kvenna!
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir Skoðun