Erlent

Sérstakur saurbanki opnar í Hollandi

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrstu saurbankarnir opnuðu í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Fyrstu saurbankarnir opnuðu í Bandaríkjunum á síðasta ári. Vísir/Getty
Sérstakur saurbanki hefur nú bæst í bankaflóruna í Hollandi, til viðbótar við sæðisbanka, blóðbanka og hefðbundnari gerðir banka.

SVT segir frá því að fólk með króníska maga- og þarmasjúkdóma muni geta leitað til bankans til að fá saur úr heilbrigðum einstaklingi til að laga þarmaflóru sína.

Saurflutningur sem þessi er meðal annars sagður geta nýst þeim sem hafa fengið þarmabakteríuna Clostridium difficile.

„Flutningur á saur kemur heilsusamlegum bakteríum aftur í líkamann. Þær dreifa sig um þarmana og endurskapa heilbrigða bakteríuflóru,“ segir Ed Kuijper, líffræðiprófessor við Leiden-háskóla.

Saurinn sem gefinn er bankanum í borginni Leiden, er umbreyttur og gefinn með slöngu ýmist um nef eða endaþarm.

Saurgjafar eru nafnlausir og fá ekki greitt fyrir gjöfina.

Fyrstu saurbankarnir opnuðu í Bandaríkjunum á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×