Fótbolti

Zlatan yfirgefur PSG: "Kom sem kóngur, fer sem goðsögn“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvert fer Zlatan?
Hvert fer Zlatan? vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic er á leið frá franska meistaraliðinu Paris Saint-Germain en þetta tilkynnti hann sjálfur í alls ekki svo hógværi Twitter-færslu í morgun.

Hann birti mynd af Parc des Princes, heimavelli PSG, og skrifaði: „Síðasti leikurinn á Parc des Princes á morgun. Ég kom sem kóngur en fer sem goðsögn.“

Svíinn magnaði, sem verður 35 ára í október, hefur spilað með PSG síðan 2012 og orðið meistari öll fjögur tímabilin. Síðasti leikur hans verður gegn Nantes, liði íslenska landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar.

Hann hefur aldrei spilað betur en á þessari leiktíð en Zlatan er búinn að skora 36 deildarmörk í 30 leikjum og í heildina 46 mörk í 49 leikjum.

Frá því Zlatan kom til Paris Saint-Germain hefur hann spilað 178 leiki í öllum keppnum og skorað 152 mörk.

Hvað tekur við hjá Zlatan er óvíst en ljóst er að mörg lið hafa áhuga á að fá þennan magnaða framherja í sínar raðir.

Á löngum og farsælum ferli hefur Zlatan unnið þrettán landstitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×