Innlent

Tíundi hver er óskráður

Svavar Hávarðsson skrifar
Allir eiga að vera skráðir á heilsugæslustöð á nýju ári.
Allir eiga að vera skráðir á heilsugæslustöð á nýju ári. vísir/ernir
Íbúar á höfuð­borgar­svæðinu, óskráðir á heilsugæslustöð, voru 21.771 í lok október, eða tíundi hver íbúi. Frá áramótum á heilsugæslan að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu.

Þetta kemur fram í frétt Sjúkratrygginga Íslands. Miklu skipti að allir sjúkratryggðir velji og skrái sig á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni sem fyrst.

Hver og einn ræður því hvar hann er skráður og getur valið þá stöð sem honum hentar með tilliti til búsetu eða atvinnu.

Til að bæta aðgengi að heilsugæslunni verða tvær nýjar stöðvar opnaðar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2017, í Bíldshöfða 9 og í Urðarhvarfi 8. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×