Körfubolti

Kári nýliði vikunnar í bandaríska háskólakörfuboltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári í leik með Haukum á síðasta tímabili.
Kári í leik með Haukum á síðasta tímabili. vísir/ernir
Kári Jónsson var valinn nýliði vikunnar í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans fyrir leik sinn gegn Quinnipac, en Kári leikur með Drexel í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Kári lék með Haukum á síðasta tímabili þar sem hann fór algjörlega á kostum, en Haukarnir töpuðu í úrslitarimmunni gegn KR í leikjunum um Íslandsmeistratitilinn. Hann ákvað að fara til Drexel í sumar.

Kári skoraði 17 stig og gaf átta stoðesndingar sem er það mesta sem hann hefur gefið síðan hann gekk í raðir Drexel í sumar, en þetta er í fyrsta skipti sem Kári hlýtur þessa viðurkenningu.

Það er lítið jólafrí hjá Kára, en hann og félagar hans í Drexel Dragons verða aftur í eldlínunni á miðvikudag. Vonandi mun þessi viðurkenning bæta leik Kára enn meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×