Innlent

Guðrún Margrét segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðrún Margrét Pálsdóttir.
Guðrún Margrét Pálsdóttir. vísir/vilhelm
Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi segir niðurstöður úr nýjustu skoðanakönnun MMR ekki koma sér á óvart. Hún hafi vissulega vonast eftir meiri stuðningi, en ætlar að láta tímann leiða það í ljós hvort eitthvað breytist. Átta frambjóðendur mældust með samanlagt þriggja prósenta fylgi í könnuninni.

„Þetta er í raun bara lítil breyting en ég ætla að klára. Ég hef ekki verið ósátt en ég var að vonast eftir meiru,“ sagði Guðrún þegar Vísir leitaði viðbragða við niðurstöðunum.

„Ég vona að fylgið aukist en maður veit aldrei. En maður sættir sig auðvitað við útkomuna. Það verður það sem verður,“ bætir hún við. Hún muni halda ótrauð áfram.

Þeir einstaklingar sem samanlagt mældust með þriggja prósenta fylgi í könnun MMR er Ari Jósepsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingiberg Jónsson og Sturla Jónsson.

Ari og Baldur hafa dregið framboð sín til baka en Magnús Ingiberg náði ekki tilskildum fjölda undirskrifta og á því von á að framboð sitt verði ógilt, en hyggst kæra framkvæmd kosninganna.


Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×