Fótbolti

Íslensku stelpurnar mæta þeirri bestu í heimi að mati lesenda BBC

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Little er afar markheppin.
Little er afar markheppin. vísir/getty
Skoski miðjumaðurinn Kim Little hefur verið valinn leikmaður ársins 2016 af lesendum BBC.

Little hafði betur í baráttu við Gaëlle Enganamouit (Rosengård), Amandine Henry (Lyon), Carli Lloyd (Houston Dash) og Becky Sauerbrunn (Kansas City) sem voru einnig tilnefndar.

Little er í lykilhlutverki hjá bandaríska liðinu Seattle Reign og skoska landsliðinu sem mætir því íslenska í Falkirk í undankeppni EM 3. júní næstkomandi.

Skotland og Ísland berjast um efsta sætið í riðli 1 en þau eru bæði með fullt hús stiga, Skotar eftir fimm leiki en Íslendingar fjóra.

Little, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, hefur skorað fimm mörk í undankeppninni en þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gömul hefur hún leikið 115 landsleiki og skorað í þeim 46 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×