Innlent

Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mótmælendur létu í sér heyra fyrir utan lögreglustöðina í kvöld.
Mótmælendur létu í sér heyra fyrir utan lögreglustöðina í kvöld. Vísir/Stefán
Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor sem vísa á úr landi í fyrramálið.

Okafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni sem þýðir að Okafor verður líklega sendur aftur til Svíþjóðar þar sem yfirvöldum þar er gefið að vinna úr máli hans.

Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.

Það voru vinir Eze á Íslandi og samtökin No Borders Iceland sem stóðu fyrir mótmælunum. Krafan var að Eze yrði sleppt úr haldi og að umsókn hans um stöðu flóttamanns hér verði tekin til endurskoðunar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×