Þetta er besti völlurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2016 06:00 Aron Elís Þrándarson hefur spilað alla átta leiki íslenska liðsins í undankeppninni til þessa sem og fjórir aðrir leikmenn, eða þeir Adam Örn Arnarson, Böðvar Böðvarsson, Elías Már Ómarsson og Orri Sigurður Ómarsson. vísir/ernir „Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undankeppninni.Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heimavelli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitilinn.Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkingsvellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fallsæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfstrausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron.Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís. Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undankeppninni.Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heimavelli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitilinn.Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkingsvellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fallsæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfstrausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron.Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís.
Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti