Viðskipti innlent

TM lækkar eftir afkomuviðvörun

Hafliði Helgason skrifar
Eldsvoðinn á Snæfellsnesi og óhagstæð tjónaþróun valda því að eigin tjón TM hækka um 500 milljónir á síðasta ársfjórðungi ársins.
Eldsvoðinn á Snæfellsnesi og óhagstæð tjónaþróun valda því að eigin tjón TM hækka um 500 milljónir á síðasta ársfjórðungi ársins. Frettabladid/GVA
Hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar féllu í verði í morgun í kjölfar afkomuviðvörunar. Ástæða viðvörunarinnar er að tjón vegna eldsvoða á Snæfellsnesi fellur á félagið auk þess önnur tjónaþróun hefur verið óhagstæð.

Aukning tjóna þýðir að TM mun greiða 500 milljón króna meiri tjón en áætlað var. Félagið áætlar nú að hagnaður ársins fyrir skatta verði um 2.500 milljónir króna og samsett hlutfall verði um 97%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×