Fótbolti

Carew á hvíta tjaldið sem norski Bond

Carew fagnar marki með West Ham á sínum tíma.
Carew fagnar marki með West Ham á sínum tíma. Vísir/Getty
Norski framherjinn John Carew sem lék um árabil með liðum á borð við Valencia, Aston Villa, Stoke, Lyon og West Ham hefur fundið nýtt hlutverk eftir fótboltaferilinn.

Hinn 36 árs gamli Carew lagði skónna á hilluna árið 2012 eftir fimmtán ára feril en hann lék á sínum tíma 91 landsleik fyrir Noreg og skoraði í þeim 24 mörk.

Carew var valinn til þess að leika sérsveitarstarfsmanninn Felix Frost í bíómyndum sem norska ríkissjónvarpið ætlar að framleiða.

Er þegar búið að tilkynna að þrjár myndir verði gerðar og að einstaklingurinn sem Carew leikur verður einhverskonar blanda af James Bond og Jason Bourne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×