Enski boltinn

Newcastle ætlar ekki að sleppa Sissoko ódýrt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sissoko röltir niðurlútur af velli eftir tap gegn Portúgal í úrslitaleik EM.
Sissoko röltir niðurlútur af velli eftir tap gegn Portúgal í úrslitaleik EM. Vísir/getty
Forráðamenn Newcastle virðast ekki vera tilbúnir til þess að leyfa franska landsliðsmanninum Moussa Sissoko að yfirgefa félagið fyrir neina smáaura þrátt fyrir að leika í Championship-deildinni á næsta tímabili.

Hinn 26 árs gamli Sissoko hefur leikið með Newcastle allt frá árinu 2013 en hann náði sér líkt og liðsfélagar hans ekki á strik í vetur þegar Newcastle féll úr úrvalsdeildinni.

Sissoko kom inn í byrjunarlið franska liðsins gegn Íslandi og hélt sæti sínu út Evrópumótið í Frakklandi en hann var meðal bestu leikmanna liðsins í úrslitaleiknum gegn Portúgal í gær.

Sissoko hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að yfirgefa Newcastle og þá helst til þess að spila í Meistaradeild Evrópu.

Hefur verið orðaður við Arsenal og Liverpool undanfarna daga en það er nú ljóst að félögin þurfa að greiða 35 milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Myndi það jafna félagsmet Newcastle frá því að Liverpool greiddi 35 milljónir punda fyrir Andy Carroll á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×