Erlent

Eagles of Death Metal stigu á svið í París

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Bandaríska rokkhljómsveitin Eagles of Death Metal steig á svið í París í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá árásunum í nóvember. Meðlimir hennar höfðu heitið því að ljúka tónleikunum sem þeir höfðu byrjað á.

Alls létust áttatíu og níu manns þegar hryðjuverkamenn vopnaðir hríðskotarifflum og sprengjuvestum réðust inn í höllina í nóvember. Hún hefur verið lokuð frá árásunum en fjöldi fólks kom saman á tónleikunum í gær, sem voru afar tilfinningaþrungnir, og voru sálfræðingar til taks ef fólk þurfti á að halda.

Þá voru blóm og ýmis skilaboð frá syrgjendum að finna fyrir utan höllina eftir gærkvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×