Erlent

Sarkozy sætir rannsókn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Nicolas Sarkozy, fyrrum Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy, fyrrum Frakklandsforseti. Vísir/AFP
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, sætir nú formlegri rannsókn vegna gruns um efnahagsbrot. Hann er sakaður um að hafa eytt allt að helmingi meiru í kosningabaráttu sinni árið 2013 en frönsk lög gera ráð fyrir, en falið það með því að leggja fram falsað bókhald.

Þá hefur hann jafnframt verið sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum. Sarkozy var yfirheyrður í gær en sagðist ekki vita hversu miklu fé hafi verið varið í baráttuna, enda hafi hann sjálfur ekki séð um fjármálin. Alls þrettán manns sæta nú rannsókn saksóknara í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×