Erlent

Níu þúsund manns nauðfluttir í þágu geimveruleitar Kínverja

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdir hófust í mars 2011 og á smíðinni að ljúka í september á þessu ári.
Framkvæmdir hófust í mars 2011 og á smíðinni að ljúka í september á þessu ári. Vísir/AFP
Rúmlega níu þúsund íbúar í Pingtang og Luodian í Guizhou-héraði í Kína hafa fengið þau skilaboð að þeir verði að flytja úr heimilum sínum fyrir september næstkomandi.

Ástæðan er bygging stærsta sjónauka heims sem ætlað er aðstoða Kínverja í leitinni að vitsmunalífi í geimnum.

Sjónaukinn verður stærri en Arecibo-sjónaukinn á Puerto Rico sem nú er stærsti sjónauki jarðar.

Þvermál Arecibo-sjónaukans er um þrjú hundruð metrar, en þvermál Aperture Spherical Radio Telescope í Kína verður um fimm hundruð metrar.

Íbúarnir neyðast til að flytja á brott vegna þeirra rafsegulbylgja sem sjónaukinn mun framleiða og verða því allir íbúar í fimm kílómetra radíus frá sjónaukanum að flytja á brott.

Sjónaukinn verður sá þróaðisti á jörðinni og er kostnaður áætlaður um 1,2 milljarðar yuan, eða um 24 milljarðar króna.

Framkvæmdir hófust í mars 2011 og á smíðinni að ljúka í september á þessu ári.

Wu Xiangping, yfirmaður hjá kínversku geimvísindastofnuninni, segir í samtali við Xinhua að sjónaukinn muni aðstoða í leitinni að vitsmunalífi utan sólkerfis okkar.

Allir þeir sem verða nauðfluttir munu fá skaðabæður upp á 12 þúsund yuan, eða um 240 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×