Björgvin: Leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á stórmótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 15:13 Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var léttur eftir æfingu landsliðsins í gær enda elskar hann að fara á stórmót. „Ég veit ekki númer hvað þetta stórmót er hjá mér en ég hef verið með á öllum mótum síðan 2008,“ segir Björgvin Páll en er alltaf sami fiðringurinn er hann mætir á stórmót? „Mér finnst hann alltaf vera öðruvísi. Við fórum ekki alveg með hreina samvisku til Katar enda áttum við ekki skilið að vera þar. Við börðumst fyrir þessu, eigum skilið að vera hérna og ætlum að njóta þess í botn.“Sjá einnig: Aron: Verðum að setja markið hátt Björgvin og strákarnir í landsliðinu eru alltaf metnaðarfullir og ætla sér stóra hluti á þeim mótum sem þeir taka þátt í. „Okkar markmið er alltaf að gera vel og það er frábært að byrja gegn Noregi og koma sér vel af stað. Norðmenn eru með flott lið og verða betri með hverju árinu. Þeir hafa verið á siglingu en við ætlum að stöðva þá. Í svona móti skiptir fyrsti leikurinn mjög miklu máli. Hér eru bara sterkar þjóðir og engir auðveldir leikir eins og á HM.“ Eins og áður segir elskar Björgvin Páll stórmót en er þetta það skemmtilegasta sem hann gerir? „Já. Þetta er ástæðan fyrir því að maður byrjaði í handboltanum held ég. Þetta er stund sem maður lifir fyrir. Atvinnumennskan er eitthvað allt annað en landsliðið. Ef maður væri ekki í landsliðinu og alltaf á stórmótum þá er ég ekkert viss um að ég væri í þessu,“ segir Björgvin en það dylst engum hvað honum finnst gaman að spila á svona mótum.Sjá einnig: Með stjörnur í augunum er hann borðaði með Balic „Ég er mikil tilfinningavera og leyfi jákvæðu tilfinningunum að skína skært á þessum stórmótum. Reyni að nýta mér það í vörðum boltum og smita út frá mér. Það er best að gera það í íslenska landsliðinu þar sem gleðin er alltaf við völd.“ Það er ekki alltaf auðvelt líf að vera markvörður á stórmóti. Á stundum er Björgvin hetjan sem vann leiki og þess á milli skúrkurinn því hann varði ekki neitt. „Það er ábyrgðin sem ég hef og ég vissi nú ekki þegar ég var átta ára að byrja í handbolta að ég fengi þessa ábyrgð á hverju einasta stórmóti.“ Sjá má viðtalið við Björgvin Pál í heild sinni hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Handbolti Tengdar fréttir Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30 Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04 Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00 Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00 Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59 Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland er sigurstranglegra liðið Hinn leikreyndi Erlend Mamelund var yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni er Fréttablaðið hitti hann á blaðamannafundi norska landsliðsins í gær. 15. janúar 2016 06:30
Fótboltastrákarnir senda handboltastrákunum kveðju "Þeir eru ekki kallaðir strákarnir okkar fyrir ekki neitt,“ segir Aron Einar Gunnarsson. 15. janúar 2016 15:04
Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Guðjón Guðmunsson segir álit sitt á íslenska liðinu fyrir EM í handbolta. Hann segir ábyrgð Arons Pálmarssonar mikla. 15. janúar 2016 11:00
Berge: Kominn tími á að vinna Ísland Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 14:00
Veglegt aukablað um EM í handbolta Sérstakt aukablað um Evrópumeistaramótið í handbolta fylgir Fréttablaðinu í dag. 15. janúar 2016 09:59
Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Norskur sérfræðingur segir að norska liðið muni loksins vinna það íslenska. 15. janúar 2016 08:15