Formaður Viðreisnar: Stjórnmálaflokkarnir verið of fljótir á sér í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 16:05 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir „Á svona stundum er nú kannski best að segja sem fæst og snúa sér sem hægast,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi aðspurður um það hvort að flokkurinn hans og Björt framtíð snúi sér nú til vinstri eða hægri eftir að það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir liggur að Viðreisn og Björt framtíð ræddu óformlega við Pírata og Samfylkinguna í gær og sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við Vísi í dag að það benti frekar til þess að flokkarnir vilji mynda fimm flokka stjórn en þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðismönnum. Viðreisn og Björt framtíð hafa verið í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum vegna mögulegrar myndunar ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum annars vegar og VG, Samfylkingunni og Pírötum hins vegar en Benedikt gefur lítið upp um hvað er í spilunum nú. Þó segist hann tilbúinn til að halda áfram samtalinu við Pírata og Samfylkinguna ásamt Bjartri framtíð. „Ég held að við höfum kannski verið öll svolítið fljót á okkur í þessum viðræðum hvernig við höfum unnið,“ segir Benedikt.Að hvaða leyti? „Þú sérð það að nú eru liðnar rúmar fjórar vikur frá kosningum og við erum enn á byrjunarreit þannig að ég held að við höfum kannski farið aðeins fram úr okkur í staðinn fyrir að fara aðeins hægar og vanda okkur meira.“ Benedikt bætir þó við að ekki megi gera lítið úr því að í svona viðræðum kynnist menn betur og átti sig betur á því hvar sameiginlegir fletir flokkanna liggja og hvar er langt á milli. Varðandi viðræður Bjartrar framtíðar og Viðreisnar við Samfylkinguna og Pírata í gær segir hann að menn hafi litið svo á að það væri ágætt að nýta tímann á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og VG væru í sínum viðræðum. „Við vildum kannski reyna að átta okkur betur á þessu sem margir sögðu að málin hefðu ekki verið fullrædd og þá skyldum við bara ræða þau betur.“ Aðspurður hvort hann líti svo á að menn hafi verið of fljótir á sér að slíta viðræðum í báðum formlegu tilraununum til stjórnarmyndunar segir Benedikt: „Kannski höfum við ekki verið búin að vinna málin nægilega vel og ég hugsa að það eigi kannski meira við um seinni viðræðurnar. Ég get að minnsta kosti sagt það fyrir mig að í þessi tvö skipti hefur maður mætt tiltölulega bjartsýnn til leiks og svo hefur þetta strandað af einhverjum ástæðum. Þess vegna hef ég nú hugsað mér það að vera varkárari í væntingum í þetta skiptið.“En ertu tilbúnari að fara í formlegar viðræður við stjórnarandstöðuflokkana fjóra heldur en að fara aftur í viðræður með Bjartri framtíð við Sjálfstæðisflokkinn? „Við erum bara ekki komin svo langt. Þettar eru alveg nýjar fréttir fyrir okkur núna og þetta er alveg opið en að minnsta kosti þá erum við klár á því að við þurfum að ljúka þessu samtali sem við hófum í gær,“ segir Benedikt.En myndu þið þá ekki núna reyna að fá Katrínu inn í þessar viðræður? „Við erum bara ekki búin að tala saman um eftir að þetta kom upp en ég held að það sé líka ágætt að þessir flokkar sem voru að ljúka sínu óformlega spjalli að þau hvíli sig aðeins áður en þau eru til í næstu umferð.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur verið slitið. 1. desember 2016 15:51 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
„Á svona stundum er nú kannski best að segja sem fæst og snúa sér sem hægast,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi aðspurður um það hvort að flokkurinn hans og Björt framtíð snúi sér nú til vinstri eða hægri eftir að það slitnaði upp úr óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrir liggur að Viðreisn og Björt framtíð ræddu óformlega við Pírata og Samfylkinguna í gær og sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við Vísi í dag að það benti frekar til þess að flokkarnir vilji mynda fimm flokka stjórn en þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðismönnum. Viðreisn og Björt framtíð hafa verið í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum vegna mögulegrar myndunar ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum annars vegar og VG, Samfylkingunni og Pírötum hins vegar en Benedikt gefur lítið upp um hvað er í spilunum nú. Þó segist hann tilbúinn til að halda áfram samtalinu við Pírata og Samfylkinguna ásamt Bjartri framtíð. „Ég held að við höfum kannski verið öll svolítið fljót á okkur í þessum viðræðum hvernig við höfum unnið,“ segir Benedikt.Að hvaða leyti? „Þú sérð það að nú eru liðnar rúmar fjórar vikur frá kosningum og við erum enn á byrjunarreit þannig að ég held að við höfum kannski farið aðeins fram úr okkur í staðinn fyrir að fara aðeins hægar og vanda okkur meira.“ Benedikt bætir þó við að ekki megi gera lítið úr því að í svona viðræðum kynnist menn betur og átti sig betur á því hvar sameiginlegir fletir flokkanna liggja og hvar er langt á milli. Varðandi viðræður Bjartrar framtíðar og Viðreisnar við Samfylkinguna og Pírata í gær segir hann að menn hafi litið svo á að það væri ágætt að nýta tímann á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og VG væru í sínum viðræðum. „Við vildum kannski reyna að átta okkur betur á þessu sem margir sögðu að málin hefðu ekki verið fullrædd og þá skyldum við bara ræða þau betur.“ Aðspurður hvort hann líti svo á að menn hafi verið of fljótir á sér að slíta viðræðum í báðum formlegu tilraununum til stjórnarmyndunar segir Benedikt: „Kannski höfum við ekki verið búin að vinna málin nægilega vel og ég hugsa að það eigi kannski meira við um seinni viðræðurnar. Ég get að minnsta kosti sagt það fyrir mig að í þessi tvö skipti hefur maður mætt tiltölulega bjartsýnn til leiks og svo hefur þetta strandað af einhverjum ástæðum. Þess vegna hef ég nú hugsað mér það að vera varkárari í væntingum í þetta skiptið.“En ertu tilbúnari að fara í formlegar viðræður við stjórnarandstöðuflokkana fjóra heldur en að fara aftur í viðræður með Bjartri framtíð við Sjálfstæðisflokkinn? „Við erum bara ekki komin svo langt. Þettar eru alveg nýjar fréttir fyrir okkur núna og þetta er alveg opið en að minnsta kosti þá erum við klár á því að við þurfum að ljúka þessu samtali sem við hófum í gær,“ segir Benedikt.En myndu þið þá ekki núna reyna að fá Katrínu inn í þessar viðræður? „Við erum bara ekki búin að tala saman um eftir að þetta kom upp en ég held að það sé líka ágætt að þessir flokkar sem voru að ljúka sínu óformlega spjalli að þau hvíli sig aðeins áður en þau eru til í næstu umferð.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur verið slitið. 1. desember 2016 15:51 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46
Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur verið slitið. 1. desember 2016 15:51
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“