Lars Lagerbäck hefur til margra ára látið liðin sín spila 4-4-2 og þegar hann tók við Íslenska liðinu fyrir fimm árum síðan byrjuðu strákarnir okkar að spila það kerfi.
Þetta kerfi hentar smærri liðum sem byggja meira á liðsheild frekar en einstaklingshæfileikum eins og JJ Bull, blaðamaður The Telegraph, útskýrir í skemmtilegu myndbandi.
„4-4-2 er besta leikaðferð allra tíma því það er kerfið sem við ólumst upp við,“ segir hann og útskýrir svo bæði hvernig það hentar Íslandi bæði í vörn og sókn.
Íslenska liðið hefur spilað sterkan varnarleik á Evrópumótinu í fyrstu tveimur leikjunum en smá einbeitingarleysi bæði gegn Portúgal og Ungverjalandi kostaði liðið mark í báðum leikjum.
Strákarnir okkar eru með tvö stig eftir tvo leiki í F-riðli EM og komast í 16 liða úrslitin með sigri en eitt stig gegn Austurríki gæti dugað eins og er útskýrt hér.
Smelltu hér til að sjá myndbandið þar sem 4-4-2 leikaðferð Ísland er útskýrð.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Leikaðferð Íslands útskýrð | Myndband

Tengdar fréttir

EM í dag: Rýnt í hlutverk Gylfa á fússball-spili á flugvelli
„Er ekki örugglega sunnudagur í dag?“

Þúsund Íslendinga hituðu upp fyrir Ungverjaleikinn á ströndinni
Stuðningsmenn strákanna voru afar bjartsýnir fyrir leikinn og spáðu sigri allir sem einn.

Strákarnir komir aftur „heim“ til Annecy
Íslenska landsliðið flaug aftur til bækistöðva frá Marseille í morgun og hefst nú undirbúningur fyrir leikinn gegn Austurríki.

UEFA kærir Ungverja, Belga og Portúgala | Myndir
UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur kært knattspyrnusambönd Ungverjalands, Belgíu og Portúgals fyrir ólæti stuðningsmanna liðanna á EM 2016 í Frakklandi í gær.

Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti
Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær.

Rýnt í möguleika Íslands: Fínir möguleikar á sæti í 16-liða úrslitum
Einfaldast væri að sigra Austurríki en jafntefli gæti þó dugað.