Fólkið á að setja elítunni leikreglurnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Lawrence Lessig segir að fólk eigi ekki að óttast það að samþykkja nýja stjórnarskrá þótt hún sé ekki fullkomin. Bandaríska stjórnarskráin hafi ekki verið gallalaus og oft verið breytt í gegnum tíðina. Fréttablaðið/Vilhelm „Ísland hefur sýnt öðrum ríkjum fordæmi, sama hvort Ísland klárar sitt ferli eða ekki,“ segir Lawrence Lessig, prófessor í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum um ritun nýrrar stjórnarskrár. Hann var ræðumaður á borgarafundi um lýðræði sem Stjórnarskrárfélagið hélt í Borgarleikhúsinu um helgina. Hann er sérfræðingur í stjórnarskrám og hefur fylgst með fæðingu stjórnarskráa í mörgum ríkjum, til að mynda í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Hann segir að á Íslandi hafi samfélagið skapað sér nýja stjórnarskrá sem sé öfug birtingarmynd þess sem flestar stjórnarskrár byggja á, elítan afhendir ekki náðarsamlega stjórnarskrána heldur er það fólkið sem skapaði hana. „Það er frábær stytta í miðborginni af Kristjáni 9. Danakonungi þar sem hann er að afhenda stjórnarskrána,“ segir Lawrence. „Ef maður virðir hana fyrir sér má sjá að konunginum virðist líða ónotalega. Líkt og einhverjum sem er að afhenda ræningja veskið sitt. Þegar ég sá þessa styttu hugsaði ég með mér að hún væri birtingarmynd flestra stjórnarskráa í heiminum. Hin valdamikla elíta að afhenda almenningi völdin.“Stjórnarskrá í takt við tímann „Stjórnarskráin var sköpuð með tækninýjungum, þjóðfundir voru haldnir og þúsundir fólks af öllu landinu ákvarða grunngildi sem það vill sjá í stjórnarskrá. Síðan var kjörið stjórnlagaráð úr hópi almennings sem vinnur að því að klára drög að nýrri stjórnarskrá sem er samþykkt af tvemur þriðju hlutum kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir þættir hafa ekki neins staðar annars staðar verið til staðar við þróun nýrrar stjórnarskrár. Ég tel að þetta leggi grundvöllinn að nýju líkani af því hvernig við eigum að rita stjórnarskrár,“ segir hann. „Ég sagði um helgina að það sem Íslendingar þurfi að gera núna sé að reisa nýja styttu gegnt styttunni af Kristjáni 9.,“ segir Lawrence. „Sú stytta ætti að vera af borgurum víða um heim sem eru að berjast fyrir lýðræði, í Brasilíu, á Indlandi, í Frakklandi, Bandaríkjunum, og fyrir hópnum fer Íslendingur sem afhendir konunginum nýja stjórnarskrá. Á styttustallinum myndi svo standa: „Við prófuðum þína, prófaðu okkar núna.“ Við getum sýnt að þetta ferli virkar.“Hverjir er við stjórnvölinn? Fólkið eða elítan? Aðspurður hvort Alþingi hafi hægt á stjórnarskrárferlinu segir hann að Íslendingar þurfi að svara því sjálfir. „En þýðing þess að vera fullvalda er að þegar þegnarnir kjósa að nýta sér sjálfsákvörðunarrétt sinn verða stjórnvöld að svara kallinu. Ef stjórnvöld sýna viðspyrnu þá verða þau að lágmarki að útskýra hvaðan þau hafa umboð til að veita viðspyrnu,“ segir hann. Það sé í góðu lagi að beita fyrir sig rökum eins og að nýja stjórnarskráin sé ófullkomin eða að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum. „En þá verða Íslendingar að spyrja sig: „Erum það við sem erum við stjórnvölinn hérna?““Ekki lýðræðislegt að eftirláta sérfræðingum allt Lawrence segir mikilvægt að almenningur hafi það í huga að ákvörðun um stjórnarskrána eigi ekki að snúast um annaðhvort eða – annaðhvort nýju stjórnarskrána eða þá gömlu. „Í Bandaríkjunum var stjórnarskrárferlið langt. Eftir að búið var að rita hana þurfti að fá hana samþykkta í öllum ríkjunum og það tók tvö ár. Fljótlega eftir að hún var samþykkt voru gerðar breytingar á henni. Það var hluti af staðfestingarferlinu að sammælast um það að hún væri ekki endanlegt plagg heldur tæki breytingum í takt við tíðaranda,“ segir hann. „Fólk segir að ekki eigi að samþykkja nýju stjórnarskrána vegna þess að hún sé ekki gallalaus. Mér finnst það ekki gild ástæða. Innleiðið hana og breytið henni svo. Þá eigið þið að minnsta kosti stjórnarskrá sem átti sér einstakt ferli í ritun stjórnarskráa í heiminum, þar sem fólkið ritaði hana í raun og veru. Setjum að minnsta kosti það fordæmi,“ segir Lawrence. Þannig geti önnur ríki séð að ekki þurfi að reiða sig á elítuna, stjórnmálamennina og sérfræðingana til að rita stjórnarskrá. „Sérfræðingarnir eru góðir í því að viðhalda elítunni, það er ekki það sem lýðræði gengur út á.“Tækifæri til bóta í Bandaríkjunum Lawrence var frambjóðandi forvals Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár og lagði hann sérstaklega áherslu á bætta stöðu lýðræðisins í Bandaríkjunum en hann segir lýðræðiskrísu ríkja þar. „Bernie Sanders og Donald Trump eru ekki öfgar hvor í sína áttina,“ segir Lawrence.Lawrence segir Bandaríkjamenn hafa misst af tækifæri til umbóta eftir forkosningarnar fyrir forsetakosningarnar.vísir/getty„Þeir standa fyrir mjög almenna skoðun fjölmargra Bandaríkjamanna. Elítulýðræðið hefur brugðist.“ Hann segir Donald Trump hafa sigrað í forvali Repúblikanaflokksins vegna þess að hinir frambjóðendurnir voru uppteknir af því hvernig hægt væri að þjónka við hina valdamiklu fjármálaelítu til að fjármagna framboð þeirra. „Það sama sagði Bernie Sanders, hann safnaði ekki peningum frá fjársterkum aðilum heldur frá venjulegu fólki.“ Hillary Clinton sé svo hin hliðin á peningnum sem stendur fyrir elítuna sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður hefur fengið nóg af. „ Það sem gerir mig sorgmæddan er að ég hélt að þarna væri að skapast farvegur í lok árs 2015 til að ræða það af alvöru hvernig við ætlum að laga þetta. Donald Trump er ekki að fara að tala um spillinguna í bandarískum stjórnmálum og Bernie Sanders er að fara að tapa fyrir Hillary Clinton.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí. Alþingi Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Ísland hefur sýnt öðrum ríkjum fordæmi, sama hvort Ísland klárar sitt ferli eða ekki,“ segir Lawrence Lessig, prófessor í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum um ritun nýrrar stjórnarskrár. Hann var ræðumaður á borgarafundi um lýðræði sem Stjórnarskrárfélagið hélt í Borgarleikhúsinu um helgina. Hann er sérfræðingur í stjórnarskrám og hefur fylgst með fæðingu stjórnarskráa í mörgum ríkjum, til að mynda í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Hann segir að á Íslandi hafi samfélagið skapað sér nýja stjórnarskrá sem sé öfug birtingarmynd þess sem flestar stjórnarskrár byggja á, elítan afhendir ekki náðarsamlega stjórnarskrána heldur er það fólkið sem skapaði hana. „Það er frábær stytta í miðborginni af Kristjáni 9. Danakonungi þar sem hann er að afhenda stjórnarskrána,“ segir Lawrence. „Ef maður virðir hana fyrir sér má sjá að konunginum virðist líða ónotalega. Líkt og einhverjum sem er að afhenda ræningja veskið sitt. Þegar ég sá þessa styttu hugsaði ég með mér að hún væri birtingarmynd flestra stjórnarskráa í heiminum. Hin valdamikla elíta að afhenda almenningi völdin.“Stjórnarskrá í takt við tímann „Stjórnarskráin var sköpuð með tækninýjungum, þjóðfundir voru haldnir og þúsundir fólks af öllu landinu ákvarða grunngildi sem það vill sjá í stjórnarskrá. Síðan var kjörið stjórnlagaráð úr hópi almennings sem vinnur að því að klára drög að nýrri stjórnarskrá sem er samþykkt af tvemur þriðju hlutum kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir þættir hafa ekki neins staðar annars staðar verið til staðar við þróun nýrrar stjórnarskrár. Ég tel að þetta leggi grundvöllinn að nýju líkani af því hvernig við eigum að rita stjórnarskrár,“ segir hann. „Ég sagði um helgina að það sem Íslendingar þurfi að gera núna sé að reisa nýja styttu gegnt styttunni af Kristjáni 9.,“ segir Lawrence. „Sú stytta ætti að vera af borgurum víða um heim sem eru að berjast fyrir lýðræði, í Brasilíu, á Indlandi, í Frakklandi, Bandaríkjunum, og fyrir hópnum fer Íslendingur sem afhendir konunginum nýja stjórnarskrá. Á styttustallinum myndi svo standa: „Við prófuðum þína, prófaðu okkar núna.“ Við getum sýnt að þetta ferli virkar.“Hverjir er við stjórnvölinn? Fólkið eða elítan? Aðspurður hvort Alþingi hafi hægt á stjórnarskrárferlinu segir hann að Íslendingar þurfi að svara því sjálfir. „En þýðing þess að vera fullvalda er að þegar þegnarnir kjósa að nýta sér sjálfsákvörðunarrétt sinn verða stjórnvöld að svara kallinu. Ef stjórnvöld sýna viðspyrnu þá verða þau að lágmarki að útskýra hvaðan þau hafa umboð til að veita viðspyrnu,“ segir hann. Það sé í góðu lagi að beita fyrir sig rökum eins og að nýja stjórnarskráin sé ófullkomin eða að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum. „En þá verða Íslendingar að spyrja sig: „Erum það við sem erum við stjórnvölinn hérna?““Ekki lýðræðislegt að eftirláta sérfræðingum allt Lawrence segir mikilvægt að almenningur hafi það í huga að ákvörðun um stjórnarskrána eigi ekki að snúast um annaðhvort eða – annaðhvort nýju stjórnarskrána eða þá gömlu. „Í Bandaríkjunum var stjórnarskrárferlið langt. Eftir að búið var að rita hana þurfti að fá hana samþykkta í öllum ríkjunum og það tók tvö ár. Fljótlega eftir að hún var samþykkt voru gerðar breytingar á henni. Það var hluti af staðfestingarferlinu að sammælast um það að hún væri ekki endanlegt plagg heldur tæki breytingum í takt við tíðaranda,“ segir hann. „Fólk segir að ekki eigi að samþykkja nýju stjórnarskrána vegna þess að hún sé ekki gallalaus. Mér finnst það ekki gild ástæða. Innleiðið hana og breytið henni svo. Þá eigið þið að minnsta kosti stjórnarskrá sem átti sér einstakt ferli í ritun stjórnarskráa í heiminum, þar sem fólkið ritaði hana í raun og veru. Setjum að minnsta kosti það fordæmi,“ segir Lawrence. Þannig geti önnur ríki séð að ekki þurfi að reiða sig á elítuna, stjórnmálamennina og sérfræðingana til að rita stjórnarskrá. „Sérfræðingarnir eru góðir í því að viðhalda elítunni, það er ekki það sem lýðræði gengur út á.“Tækifæri til bóta í Bandaríkjunum Lawrence var frambjóðandi forvals Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár og lagði hann sérstaklega áherslu á bætta stöðu lýðræðisins í Bandaríkjunum en hann segir lýðræðiskrísu ríkja þar. „Bernie Sanders og Donald Trump eru ekki öfgar hvor í sína áttina,“ segir Lawrence.Lawrence segir Bandaríkjamenn hafa misst af tækifæri til umbóta eftir forkosningarnar fyrir forsetakosningarnar.vísir/getty„Þeir standa fyrir mjög almenna skoðun fjölmargra Bandaríkjamanna. Elítulýðræðið hefur brugðist.“ Hann segir Donald Trump hafa sigrað í forvali Repúblikanaflokksins vegna þess að hinir frambjóðendurnir voru uppteknir af því hvernig hægt væri að þjónka við hina valdamiklu fjármálaelítu til að fjármagna framboð þeirra. „Það sama sagði Bernie Sanders, hann safnaði ekki peningum frá fjársterkum aðilum heldur frá venjulegu fólki.“ Hillary Clinton sé svo hin hliðin á peningnum sem stendur fyrir elítuna sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður hefur fengið nóg af. „ Það sem gerir mig sorgmæddan er að ég hélt að þarna væri að skapast farvegur í lok árs 2015 til að ræða það af alvöru hvernig við ætlum að laga þetta. Donald Trump er ekki að fara að tala um spillinguna í bandarískum stjórnmálum og Bernie Sanders er að fara að tapa fyrir Hillary Clinton.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí.
Alþingi Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira