Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. október 2016 07:00 Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpuvík. Mynd/Jón Halldórsson „Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
„Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51