Innlent

Fjórir grunaðir um akstur undir áhrifum

Birgir Olgeirsson skrifar
Tveir gistu fangageymslu lögreglu sökum ölvunar.
Tveir gistu fangageymslu lögreglu sökum ölvunar. Vísir/Pjetur
Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbókarfærslur hennar fyrir síðasta hálfa sólarhringinn eða svo.

Rétt fyrir tíu í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, hann var látinn laus eftir sýnatöku. Um klukkan 23:30 var annar ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann var einnig látinn laus að lokinni sýnatöku.

Á öðrum tímanum í nótt var þriðji ökumaðurinn stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum en í ljós kom að bifreið hans hafði verið ekið á umferðarskilti skammt undan stöðvunarstað og var ökumaðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu.

Á sjötta tímanum í morgun voru höfð afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs. Var bifreið hans mæld á 134 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Var hann einnig grunaður um ölvun við akstur en látinn laus að lokinni sýnatöku.

Tveir gistu fangageymslu lögreglu sökum ölvunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×