Sænsku liðin AIK frá Solna og IFK frá Gautaborg komust bæði áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
AIK sló út Europa FC frá Gíbraltar en IFK Gautaborg sló út Piast Gliwice frá Póllandi. Þó létu sér þó nægja að skora bara eitt mark samanlagt í leikjum sínum í kvöld en vörnin þeirra hélt aftur á móti vel.
IFK Gautaborg var í fínum málum eftir 3-0 sigur á Piast Gliwice í fyrri leiknum á útivelli og lét sér nægja markalaust jafntefli í kvöld. Hjálmar Jónsson var allan tímann á varamannabekknum.
AIK vann 1-0 sigur á Europa FC á Gíbraltar í kvöld en það voru einmitt einnig úrslitin í fyrri leiknum í Svíþjóð. Eero Markkanen skoraði eina markið í kvöld á 55. mínútu. Haukur Heiðar Hauksson spilaði allan leikinn með AIK.
AIK mætir gríska liðinu Panathinaikos í 3. umferð forkeppninnar en IFK Gautaborg spilar við HJK frá Finnlandi sem sló út búlgarska liðið Beroe Stara Zagora í kvöld.
Sænsku Íslendingaliðin komust bæði áfram í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
