Lið Erdogans fer hamförum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. júlí 2016 07:00 Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfirgefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinnar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingartilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar embættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrkneska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgarinnar og þá er mjög brýnt að fjölmiðlafrelsi og óheft dreifing upplýsinga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þúsunda tölvupósta frá AKP, stjórnmálaflokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00 Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Níutíu og níu herforingjar voru í gær ákærðir fyrir aðild að hinni misheppnuðu valdaránstilraun um helgina. Þá hefur öllum vísinda- og fræðimönnum verið bannað að yfirgefa landið. Alls hafa nú meira en 50 þúsund manns verið handteknir eða reknir úr starfi í þessum hreinsunum, sem nú þegar eru komnar í flokk með þeim víðtækustu í sögunni. Þær beinast fyrst og fremst gegn liðsmönnum Gülen-hreyfingarinnar, sem er ein stærsta trúarhreyfing Tyrklands með milljónir liðsmanna og víðtæka starfsemi við rekstur á skólum, sjúkrahúsum, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Leiðtogi hennar, Fetúlla Gülen, býr í Bandaríkjunum og þverneitar að hafa haft nokkuð með byltingartilraunina að gera. Þeir Erdogan voru nánir bandamenn allt þangað til fyrir nokkrum árum, þegar embættismenn hófu rannsókn á flokki Erdogans og spillingarmálum sem tengdust honum. Andrew Gardner, sérfræðingur mannréttindasamtakanna Amnesty International í málefnum Tyrklands, segir hreinsanirnar í Tyrklandi vera svo víðtækar að þess finnist varla dæmi annars staðar: „Þótt það sé skiljanlegt og rétt að stjórnin vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á hinni blóðugu valdaránstilraun, þá verða þau að hlíta reglum réttarríkisins og virða tjáningarfrelsið,“ segir hann. „Tyrkneska þjóðin er enn að jafna sig á hinum skelfilegu atburðum helgarinnar og þá er mjög brýnt að fjölmiðlafrelsi og óheft dreifing upplýsinga sé varin, frekar en kæfð.“ Í gær hóf Wikileaks birtingu þúsunda tölvupósta frá AKP, stjórnmálaflokki Erdogans forseta. Viðbrögð stjórnvalda í Tyrklandi voru þau að loka strax fyrir aðgang að öllum Facebook-síðum. Alls birti Wikileaks í gær nær 300 þúsund tölvupósta, sem flokkurinn sendi frá 2010 þar til í byrjun júlí 2016. Wikileaks segir framhald verða á birtingunni, þetta sé aðeins hluti póstanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00 Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Rúmlega 40 manns í íslenskri Gúlen-hreyfingu Félag Horizon var stofnað hér á landi utan um hugmyndafræði Fethullah Gulen, múslima klerksins sem sakaður er um að hafa skipulagt valdaránið í Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:00
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Tæplega 100 hershöfðingar og foringjar ákærðir vegna valdaránstilraunarinnar Fræðimönnum bannað að ferðast frá Tyrklandi. 20. júlí 2016 16:28
Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31