Erlent

Magnað myndband sýnir geimfara að störfum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tim Peake að störfum úti í geimnum.
Tim Peake að störfum úti í geimnum. Mynd/Skjáskot
Fáir njóta líklega jafns góðs útsýnis við störf sín og breski geimfarinn Tim Peake sem staddur er um borð í Alþjóðageimstöðinni á sporbraut um jörðu.

Evrópska geimferðastofnunin hefur nú gefið út myndband sem sýnir dvöl Peake í geimnum, allt frá því að hann hófst á loft á leið sinni til geimstöðvarinnar. 

Geimfarar hafa ýmsum verkum að sinna á meðan þeir dvelja í geimstöðinni en einstök staðsetning hennar gerir það að verkum að útsýni geimfaranna við störf sín er oft ansi magnað líkt og sjá má í myndbandinu.


Tengdar fréttir

Snúa aftur eftir ár í geimnum

Geimfararnir Scott Kelly og Mikhail Kornienko munu koma til jarðarinnar í nótt eftir að hafa varið tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×