Greiðslurnar til þriðja aðila en samt ekki ákært í mansalsmáli Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Hið fría húsnæði sem konurnar tvær frá Srí Lanka fengu til íbúðar fyrir störf sín í Vík í Mýrdal. Vísir/Þórhildur „Það er með ólíkindum að það teljist í lagi að konurnar hafi ekki fengið greidd laun sjálfar nema í formi húsnæðis og frís fæðis,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslukona tveggja kvenna frá Srí Lanka, sem höfðu stöðu þolenda í meintu mansalsmáli í Vík í Mýrdal á árinu. Niðurstaða héraðssaksóknara var að ákæra ekki í málinu. Kristrún segir meginniðurstöðuna í rökstuðningi saksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna mansals að þær hafi fengið frítt húsnæði og fæði þar sem þær bjuggu og störfuðu. Þá hafi verið deilt um vinnuframlag þeirra. Saksóknari tekur ekki tillit til þess að greiðslur til annarrar konunnar hafi runnið til þriðja aðila erlendis.Kristrún Elsa Harðardóttir hdl. héraðsdómslögmaður„Saksóknari virðist telja fullsannað með þessu að þær hafi fengið greitt. Ávörðunin og rökstuðningurinn lýsir gríðarlegri vanþekkingu saksóknara á mansali og ég er mjög ósátt við niðurstöðuna,“ segir Kristrún Elsa og segist telja að með ákvörðun saksóknara sé hvati lögreglu til að rannsaka mál af þessu tagi orðinn afar lítill. „Það er mjög lítill hvati núna hjá lögreglu að ganga hart fram í þessum málum. Maður spyr sig hvað þurfi eiginlega til þess að gefa út ákæru. Þarna stökk lögregla til og gerði allt sem hún gat. Næst þegar svipuð mál koma upp, hvað verður þá gert? Er í lagi að greiða laun til þriðja aðila? Veita aðeins frítt húsnæði og fæði? Það er grundvallaratriði í mínum huga að dómstólar hafi þekkingu á málaflokknum. Það hefur ítrekað verið gagnrýnt,“ segir Kristrún Elsa og vísar til að mynda í skýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í þeim hafa ítrekað komið fram brestir í aðkomu stjórnvalda í málaflokknum og ábendingar um vanþekkingu ákæruvalds. „Það er svo margt annað líka sem kemur fram í rökstuðningi, til dæmis varðandi þolendur,“ segir Kristrún Elsa. „Þar er talað eins og þær hafi verið frjálsar konur og ekkert tillit tekið til þess í hvaða aðstæðum þær voru. Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að brotaþolar kæra ekki mansal og vilja oftast forðast lögsókn. Það þekkist varla í heiminum að fólk vilji sækja rétt sinn enda er það í erfiðum aðstæðum.“ Þar á Kristrún Elsa við að þolendur séu á valdi kúgara síns. Því sé ábyrgð stjórnvalda, löggæslu og ákæruvalds meiri en í öðrum málum. „Héraðssaksóknari þarf að kynna sér mansal og aðstæður þolenda mansals. Það er alveg ljóst, segir hún. Þetta er illa unnið,“ klykkir Kristrún Elsa út með og segir miður að hún geti ekki tekið málið lengra. Hennar vinnu sé lokið því hún geti ekki kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara án þess að konurnar óski eftir því. Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði lögregluna á Suðurlandi við rannsókn málsins. „Það var allt kapp lagt á það að rannsaka grun um mansal í þessu máli og lögreglumenn unnu dag og nótt við þessa rannsókn,“ segir Snorri. Að sögn Snorra óskaði lögreglan á Suðurlandi strax í upphafi eftir aðstoð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna sérhæfðrar þekkingar á mansali. Rannsóknin hafi verið faglega unnin. „Það er ekki lögreglu að leggja dóm á ákvarðanir ákæruvaldsins og þær verðum við að virða. Sönnunarbyrði í mansalsmálum er bæði flókin og erfið og það hefur væntanlega legið til grundvallar við þessa niðurstöðu,“ segir Snorri. Hins vegar má ekki, segir Snorri, líta fram hjá þeirri staðreynd að málið í Vík í Mýrdal hafi komið upp vegna vitundarvakningar í samfélaginu. „Sama má segja um önnur mál þar sem grunur hefur vaknað um mansal. Lögreglan mun áfram rannsaka slík mál þrátt fyrir niðurfellingu á grun um mansal í þessu máli,“ segir Snorri Birgisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Það er með ólíkindum að það teljist í lagi að konurnar hafi ekki fengið greidd laun sjálfar nema í formi húsnæðis og frís fæðis,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslukona tveggja kvenna frá Srí Lanka, sem höfðu stöðu þolenda í meintu mansalsmáli í Vík í Mýrdal á árinu. Niðurstaða héraðssaksóknara var að ákæra ekki í málinu. Kristrún segir meginniðurstöðuna í rökstuðningi saksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna mansals að þær hafi fengið frítt húsnæði og fæði þar sem þær bjuggu og störfuðu. Þá hafi verið deilt um vinnuframlag þeirra. Saksóknari tekur ekki tillit til þess að greiðslur til annarrar konunnar hafi runnið til þriðja aðila erlendis.Kristrún Elsa Harðardóttir hdl. héraðsdómslögmaður„Saksóknari virðist telja fullsannað með þessu að þær hafi fengið greitt. Ávörðunin og rökstuðningurinn lýsir gríðarlegri vanþekkingu saksóknara á mansali og ég er mjög ósátt við niðurstöðuna,“ segir Kristrún Elsa og segist telja að með ákvörðun saksóknara sé hvati lögreglu til að rannsaka mál af þessu tagi orðinn afar lítill. „Það er mjög lítill hvati núna hjá lögreglu að ganga hart fram í þessum málum. Maður spyr sig hvað þurfi eiginlega til þess að gefa út ákæru. Þarna stökk lögregla til og gerði allt sem hún gat. Næst þegar svipuð mál koma upp, hvað verður þá gert? Er í lagi að greiða laun til þriðja aðila? Veita aðeins frítt húsnæði og fæði? Það er grundvallaratriði í mínum huga að dómstólar hafi þekkingu á málaflokknum. Það hefur ítrekað verið gagnrýnt,“ segir Kristrún Elsa og vísar til að mynda í skýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í þeim hafa ítrekað komið fram brestir í aðkomu stjórnvalda í málaflokknum og ábendingar um vanþekkingu ákæruvalds. „Það er svo margt annað líka sem kemur fram í rökstuðningi, til dæmis varðandi þolendur,“ segir Kristrún Elsa. „Þar er talað eins og þær hafi verið frjálsar konur og ekkert tillit tekið til þess í hvaða aðstæðum þær voru. Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að brotaþolar kæra ekki mansal og vilja oftast forðast lögsókn. Það þekkist varla í heiminum að fólk vilji sækja rétt sinn enda er það í erfiðum aðstæðum.“ Þar á Kristrún Elsa við að þolendur séu á valdi kúgara síns. Því sé ábyrgð stjórnvalda, löggæslu og ákæruvalds meiri en í öðrum málum. „Héraðssaksóknari þarf að kynna sér mansal og aðstæður þolenda mansals. Það er alveg ljóst, segir hún. Þetta er illa unnið,“ klykkir Kristrún Elsa út með og segir miður að hún geti ekki tekið málið lengra. Hennar vinnu sé lokið því hún geti ekki kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara án þess að konurnar óski eftir því. Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði lögregluna á Suðurlandi við rannsókn málsins. „Það var allt kapp lagt á það að rannsaka grun um mansal í þessu máli og lögreglumenn unnu dag og nótt við þessa rannsókn,“ segir Snorri. Að sögn Snorra óskaði lögreglan á Suðurlandi strax í upphafi eftir aðstoð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna sérhæfðrar þekkingar á mansali. Rannsóknin hafi verið faglega unnin. „Það er ekki lögreglu að leggja dóm á ákvarðanir ákæruvaldsins og þær verðum við að virða. Sönnunarbyrði í mansalsmálum er bæði flókin og erfið og það hefur væntanlega legið til grundvallar við þessa niðurstöðu,“ segir Snorri. Hins vegar má ekki, segir Snorri, líta fram hjá þeirri staðreynd að málið í Vík í Mýrdal hafi komið upp vegna vitundarvakningar í samfélaginu. „Sama má segja um önnur mál þar sem grunur hefur vaknað um mansal. Lögreglan mun áfram rannsaka slík mál þrátt fyrir niðurfellingu á grun um mansal í þessu máli,“ segir Snorri Birgisson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira