Jafnréttisstofa vill vernd hinsegin fólks Sveinn Arnarsson skrifar 14. maí 2016 07:00 Úr Gleðigöngunni í Reykjavík. Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við að kynhneigð og kynvitund séu ekki talin upp sem ástæður til að hljóta dvalarleyfi af mannúðarástæðum í frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga. Áshildur Linnet, sérfræðingur hjá Rauða krossinum, tekur undir með Jafnréttisstofu. Fyrir liggja á Alþingi ný heildarlög um útlendinga en um afar viðamikið frumvarp er að ræða. Til að skerpa á flóttamannahugtakinu segir Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu, nauðsynlegt að bæta inn hugtökunum. „Það er nauðsynlegt einmitt vegna þeirra ofsókna og mannréttindabrota sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Með því að nefna þetta í upptalningu í frumvarpinu um ástæður fyrir dvalarleyfi af mannúðarástæðum gerum við þessu aðeins hærra undir höfði og viðurkennum þennan vanda,“ segir Ingibjörg. Áshildur Linnet hjá Rauða krossinum tekur undir þessi sjónarmið Jafnréttisstofu. „Við teljum það mjög til bóta að þessum atriðum verði bætt í upptalningu á dæmum um það hverjir geti talist í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Engin slík skilgreining er fyrir hendi í núverandi löggjöf og teljum við upptalninguna því til bóta. Að bæta við listann fólki sem er í viðkvæmri stöðu vegna kynhneigðar er því jákvætt,“ segir Áshildur. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sóttu 134 einstaklingar frá 24 löndum um vernd á Íslandi. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 39 einstaklingar sótt um vernd og er því um gríðarlega fjölgun að ræða. Niðurstaða fékkst í 147 málum á fyrsta ársfjórðungi 2016. Alls voru 62 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 53 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, níu umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 23 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. 62 mál voru tekin voru til efnislegrar meðferðar. 25 einstaklingar fengu dvalarleyfi en 37 umsóknum var synjað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira