Enski boltinn

Moyes opinn fyrir endurkomu til Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes á hliðarlínuni.
Moyes á hliðarlínuni. vísir/getty
David Moyes, fyrrverandi stjóri Everton og Manchester United, segist vera opinn fyrir endurkomu til Everton.

Roberto Martinez var rekinn á dögunum úr stjórastólnum hjá Everton og það þýðir að Fardhad Moshiri, nýr eigandi Everton, þarf að ráða nýjan stjóra í sumar.

Moyes, sem þjálfaði í ellefu ár hjá Everton áður en hann fór til United sumarið 2013, er að leita af þjálfarastarfi eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Real Sociedad fyrir sex mánuðum.

„Myndi ég snúa til baka? Ég hef sagt að ef það er eitthvað spennandi og eitthvað sem lætur mér líða að ég gæti gert eitthvað þá yrði ég áhugasamur," sagði Moyes.

„Við áttum frábær og árangursrík ellefu ár, en við þurftum einnig að byggja klúbbinn upp. Ég held núna þurfi Everton að gera það aftur."

Frank de Boer, fyrrum stjóri Ajax, er talinn líklegastur samkvæmt veðbönkum til að taka við Everton, en Ronald Koeman, stjóri Southampton, er einnig talinn líklegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×