Afslættir veittir af öryggi starfsmanna á uppgangstíma í þjóðfélaginu Herdís Sigurjónsdóttir skrifar 16. mars 2016 23:00 Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum var yfirskrift forvarnaráðstefnu Vinnueftirlitsins og VÍS sem ég sat fyrir skemmstu. Þegar ég leit yfir troðfullan sal af stærri gerðinni, fylltist ég öryggiskennd og hugsaði með mér að nú væri þetta loksins að koma. Margt hefur áunnist í öryggismálum en þó virðist okkur Íslendingum enn vera of tamt að gefa afslátt af öryggisreglum, ekki síst þegar mikið liggur við. Ástæður þess eru rannsóknarefni, en mögulega hefur baráttan við óblíð náttúruöfl í landi elds og ísa mótað okkur. Hefðin í samfélaginu er að bretta upp ermar og redda hlutunum í snarhasti, hver með sínu nefi. Kapp er kostur! Þetta styðja niðurstöður rannsóknar um orsakir vinnuslysa. Þar kom fram að stjórnendur töldu helstu ástæður vinnuslysa vera þær, að starfsmenn væru að stytta sér leið, að ekki væri farið eftir settum reglum og kæruleysi. Tölur sýna að þegar hagsveiflan er upp á við fjölgar vinnuslysum og eru ástæður meðal annars aukið kapp og fleira óþjálfað starfsfólk við störf. Fátt er fyrirtækjum dýrara en einmitt óunnir vinnudagar af völdum vinnuslysa sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með skýrum vinnuferlum og öryggisþjálfun. Staðreyndin er nefnilega sú að slysin gera yfirleitt boð á undan sér! Það er mikilvægt að greina hættur í umhverfinu til að fyrirbyggja óhöpp, enda hefur það keðjuverkandi áhrif ef rekstur stöðvast. Öryggismenning þarf að vera hluti af fyrirtækjamenningunni og þurfa stjórnendur að draga vagninn til að það takist. Stefnur fyrirtækja um öryggi og velferð eru nefnilega ekki settar til skrauts heldur til að tryggja öryggi starfsmanna og rekstur fyrirtækisins. Það er bein fylgni á milli rekstrarárangurs og öryggis í vinnuumhverfi. Beinn sparnaður felst meðal annars í færri fjarvistardögum og minni kostnaði vegna miska. Óbeinn ávinningur felst í aukinni framleiðni vegna einfaldari og öruggari vinnuferla, meiri starfsánægju og minni starfsmannaveltu. Jákvæðu fréttirnar fyrir íslenskt atvinnulíf eru þær að vaxandi vitund er meðal fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi um mikilvægi öryggismála. Fleiri stjórnendur hafa áttað sig á ábyrgð sinni og mikilvægi þess að fá starfsmenn til liðs við sig til að tryggja órofinn rekstur og að allir skili sér heilir heim að vinnudegi loknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum var yfirskrift forvarnaráðstefnu Vinnueftirlitsins og VÍS sem ég sat fyrir skemmstu. Þegar ég leit yfir troðfullan sal af stærri gerðinni, fylltist ég öryggiskennd og hugsaði með mér að nú væri þetta loksins að koma. Margt hefur áunnist í öryggismálum en þó virðist okkur Íslendingum enn vera of tamt að gefa afslátt af öryggisreglum, ekki síst þegar mikið liggur við. Ástæður þess eru rannsóknarefni, en mögulega hefur baráttan við óblíð náttúruöfl í landi elds og ísa mótað okkur. Hefðin í samfélaginu er að bretta upp ermar og redda hlutunum í snarhasti, hver með sínu nefi. Kapp er kostur! Þetta styðja niðurstöður rannsóknar um orsakir vinnuslysa. Þar kom fram að stjórnendur töldu helstu ástæður vinnuslysa vera þær, að starfsmenn væru að stytta sér leið, að ekki væri farið eftir settum reglum og kæruleysi. Tölur sýna að þegar hagsveiflan er upp á við fjölgar vinnuslysum og eru ástæður meðal annars aukið kapp og fleira óþjálfað starfsfólk við störf. Fátt er fyrirtækjum dýrara en einmitt óunnir vinnudagar af völdum vinnuslysa sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með skýrum vinnuferlum og öryggisþjálfun. Staðreyndin er nefnilega sú að slysin gera yfirleitt boð á undan sér! Það er mikilvægt að greina hættur í umhverfinu til að fyrirbyggja óhöpp, enda hefur það keðjuverkandi áhrif ef rekstur stöðvast. Öryggismenning þarf að vera hluti af fyrirtækjamenningunni og þurfa stjórnendur að draga vagninn til að það takist. Stefnur fyrirtækja um öryggi og velferð eru nefnilega ekki settar til skrauts heldur til að tryggja öryggi starfsmanna og rekstur fyrirtækisins. Það er bein fylgni á milli rekstrarárangurs og öryggis í vinnuumhverfi. Beinn sparnaður felst meðal annars í færri fjarvistardögum og minni kostnaði vegna miska. Óbeinn ávinningur felst í aukinni framleiðni vegna einfaldari og öruggari vinnuferla, meiri starfsánægju og minni starfsmannaveltu. Jákvæðu fréttirnar fyrir íslenskt atvinnulíf eru þær að vaxandi vitund er meðal fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi um mikilvægi öryggismála. Fleiri stjórnendur hafa áttað sig á ábyrgð sinni og mikilvægi þess að fá starfsmenn til liðs við sig til að tryggja órofinn rekstur og að allir skili sér heilir heim að vinnudegi loknum.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar