Það eru engar flóttaleiðir færar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2016 10:30 "Nú er ég að færa mig nær klassíkinni aftur og leita í módelteikningu eftir lifandi fyrirmynd,“ segir listakonan Kristín. Vísir/Stefán „Það kveður við nýjan tón hjá mér á þessari sýningu. Undanfarin ár hef ég gefið frjálsri teikningu lausan tauminn og verið þekkt fyrir verk sem ganga nálægt kynvitund kvenna á bersöglan hátt. Nú er ég að færa mig nær klassíkinni aftur og leita í hefðbundna módelteikningu eftir lifandi fyrirmynd. Með því að teikna mannslíkamann segir maður frá innri líðan, hvað það þýðir að vera manneskja,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í dag á Skólavörðustíg 21. „Konurnar tíu sem reka Skúmaskot eru listamenn og hönnuðir. Þær buðu mér að vera með fyrstu sýninguna þar og mér þykir mjög vænt um það,“ segir Kristín kampakát. Tekur fram að til að skoða list hennar sé gengið í gegnum verslunina inn í ágætan sýningarsal með tveimur stórum gluggum sem snúi að Njálsgötu. Myndirnar í nýja salnum í Skúmaskoti eru allar unnar sem stúdíur af líkömum bæði karla og kvenna að sögn Kristínar. Hún kveðst hafa verið að teikna módel síðustu ár, bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur með öðrum listamönnum og kennurum og líka heima í vinnustofunni sinni. Hún segir það mikla ögrun fyrir listamann að sýna teikningar og vatnslitamyndir því þar geti hann ekki falið neitt. „Það eru engar flóttaleiðir færar því maður getur engu breytt í verkinu,“ útskýrir hún.Ein af þeim bláu.Kristín segir vægi módelteikninga hafa minnkað í námi myndlistarmanna hér á landi í seinni tíð. Til dæmis sé ekki lögð áhersla á módelteikningu í Listaháskóla Íslands. Því séu nokkrar kynslóðir listamanna að koma upp sem hafi lítil kynni af þeirri grein og henni finnst synd að þeir fari á mis við hana. „Ég get ekki ímyndað mér sjálf hvar ég stæði ef ég gæti ekki leitað í þann grunn sem módelteikningin er,“ segir hún. „Mannslíkaminn er svo mikið viðmið – og hann segir allt.“ Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar frá klukkan 11 til 18 á virkum dögum og 12 til 17 á laugardögum og stendur til 17. apríl. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars. Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það kveður við nýjan tón hjá mér á þessari sýningu. Undanfarin ár hef ég gefið frjálsri teikningu lausan tauminn og verið þekkt fyrir verk sem ganga nálægt kynvitund kvenna á bersöglan hátt. Nú er ég að færa mig nær klassíkinni aftur og leita í hefðbundna módelteikningu eftir lifandi fyrirmynd. Með því að teikna mannslíkamann segir maður frá innri líðan, hvað það þýðir að vera manneskja,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í dag á Skólavörðustíg 21. „Konurnar tíu sem reka Skúmaskot eru listamenn og hönnuðir. Þær buðu mér að vera með fyrstu sýninguna þar og mér þykir mjög vænt um það,“ segir Kristín kampakát. Tekur fram að til að skoða list hennar sé gengið í gegnum verslunina inn í ágætan sýningarsal með tveimur stórum gluggum sem snúi að Njálsgötu. Myndirnar í nýja salnum í Skúmaskoti eru allar unnar sem stúdíur af líkömum bæði karla og kvenna að sögn Kristínar. Hún kveðst hafa verið að teikna módel síðustu ár, bæði í Myndlistarskóla Reykjavíkur með öðrum listamönnum og kennurum og líka heima í vinnustofunni sinni. Hún segir það mikla ögrun fyrir listamann að sýna teikningar og vatnslitamyndir því þar geti hann ekki falið neitt. „Það eru engar flóttaleiðir færar því maður getur engu breytt í verkinu,“ útskýrir hún.Ein af þeim bláu.Kristín segir vægi módelteikninga hafa minnkað í námi myndlistarmanna hér á landi í seinni tíð. Til dæmis sé ekki lögð áhersla á módelteikningu í Listaháskóla Íslands. Því séu nokkrar kynslóðir listamanna að koma upp sem hafi lítil kynni af þeirri grein og henni finnst synd að þeir fari á mis við hana. „Ég get ekki ímyndað mér sjálf hvar ég stæði ef ég gæti ekki leitað í þann grunn sem módelteikningin er,“ segir hún. „Mannslíkaminn er svo mikið viðmið – og hann segir allt.“ Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar frá klukkan 11 til 18 á virkum dögum og 12 til 17 á laugardögum og stendur til 17. apríl. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. mars.
Menning Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira