Stefnur og sýnir Gestur Ólafsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Fyrir nokkru átti ég orðaskipti við formann Umhverfis- og skipulagsnefndar í Reykjavík um það hvort til væri borðleggjandi húsnæðisstefna í borginni. Lærifeður mínir í skipulagsfræðum fyrir margt löngu fóru ekki í grafgötur með það hvað stefna þyrfti að innihalda til þess að geta staðið undir nafni. Þar sem ákveðin stefna í húsnæðismálum skiptir miklu fyrir alla borgarbúa er kannski rétt að rifja þessi atriði upp, svona til þess að forðast misskilning. Þau helstu atriði sem hér um ræðir eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi þarf það sem stefnan nær til að vera mælanlegt – t.d. fjöldi íbúða; fermetrar eða rúmmetrar. Í öðru lagi þarf stefnan að vera framkvæmanleg og gera þarf grein fyrir fjármögnun. Í þriðja lagi þarf stefnan að vera tímasett svo að hægt sé að fylgjast með framvindu hennar – t.d. 1.000 íbúðir á ári næstu 5 ár. Í fjórða lagi þarf svo einhver að vera ábyrgur fyrir framkvæmd viðkomandi stefnu. Til viðbótar má bæta því við að nú er almennt talin kurteisi við almenning að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif af viðkomandi stefnu áður en hún kemur til framkvæmda. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, bls. 164 er að finna stefnu borgarinnar í húsnæðismálum sem ber heitið „Húsnæði fyrir alla“. Þar segir m.a. í markmiðum að: „Leitast verði við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa.“ Þessu er fylgt eftir með ýmsum almennum yfirlýsingum um af hverju skuli taka mið og m.a. sagt að: „Húsnæðisstefnan byggist á markmiðum um sjálfbæra þróun og hagkvæma uppbyggingu borgarinnar.“ Auðvitað er öllum frjálst að trúa hverju sem er, en samkvæmt því sem hér hefur verið sagt að ofan er þetta of óljóst til þess að hægt sé að kalla þetta stefnu. Til að vekja engar óraunhæfar væntingar hjá fólki ætti því að velja þessu eitthvert annað nafn. Nú kann vel að vera að einhverjir Íslendingar telji okkur ekki þurfa að vanda stefnumörkun og ákvarðanatöku, eftir því sem þekkingu á þessu sviði fleygir fram og við getum haldið áfram með okkar „framtíðarsýnir“ og að skipa helstu hagsmunaaðila eða vini í nefndir til þess að ráða fram úr flóknum málum. Biflían er líka full af sögum um fólk sem sá sýnir (e: visions) og talaði tungum og hvers vegna ættum við þá að færa okkur í nyt þekktar aðferðir samtímans og kenningar um ákvarðanir (e.?decision theory) við stefnumótun og nútíma skipulag ef við getum komist upp með annað?Kynni sér fræðin Þeir sem bjóða sig fram til þess að móta stefnu og taka ákvarðanir fyrir okkur hin gerðu hins vegar rétt í að kynna sér þessi fræði og nota þau við úrlausn mála. Ef það hefði verið gert vissum við Reykvíkingar t.d. hvaða stefna réð því að ákveðið var að skipuleggja turn fyrir innsiglingarvitann í Reykjavík og hver bar ábyrgð á að framfylgja þeirri stefnu sem kostaði okkur borgarbúa marga milljónatugi að ekki sé minnst á aðrar hremmingar sem við Reykvíkingar stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Íslenskir stjórnmálaflokkar fá umtalsvert fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til þess að standa forsvaranlega að stefnumörkun og ákvörðunum og allar líkur eru á að ungt, vel menntað fólk, geri kröfu um að tiltæk þekking verði notuð við framtíðarstefnumótun og skipulag. Ef við sem þjóð ætlum okkur eitthvað í framtíðinni held ég að við þurfum að geta orðað það skýrar en að tala óljóst um einhverja þokubakka eða sýnir á sjóndeildarhringnum. Þetta vita aðrar þjóðir, eins og t.d. Bandaríkjamenn sem aldrei hefði tekist að koma manni á tunglið ef þeir hefðu ekki notað tiltæka aðferðafræði samtímans. Það skiptir kjósendur vaxandi máli að fá eitthvað annað en almennt orðagjálfur frá stjórnmálamönnum um einhverjar „framtíðarsýnir“ til þess að kjósendur geti bæði valið á milli einstaklinga og flokka og kallað þá til ábyrgðar sem móta viðkomandi stefnu og eiga að framfylgja henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru átti ég orðaskipti við formann Umhverfis- og skipulagsnefndar í Reykjavík um það hvort til væri borðleggjandi húsnæðisstefna í borginni. Lærifeður mínir í skipulagsfræðum fyrir margt löngu fóru ekki í grafgötur með það hvað stefna þyrfti að innihalda til þess að geta staðið undir nafni. Þar sem ákveðin stefna í húsnæðismálum skiptir miklu fyrir alla borgarbúa er kannski rétt að rifja þessi atriði upp, svona til þess að forðast misskilning. Þau helstu atriði sem hér um ræðir eru einkum fjögur. Í fyrsta lagi þarf það sem stefnan nær til að vera mælanlegt – t.d. fjöldi íbúða; fermetrar eða rúmmetrar. Í öðru lagi þarf stefnan að vera framkvæmanleg og gera þarf grein fyrir fjármögnun. Í þriðja lagi þarf stefnan að vera tímasett svo að hægt sé að fylgjast með framvindu hennar – t.d. 1.000 íbúðir á ári næstu 5 ár. Í fjórða lagi þarf svo einhver að vera ábyrgur fyrir framkvæmd viðkomandi stefnu. Til viðbótar má bæta því við að nú er almennt talin kurteisi við almenning að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif af viðkomandi stefnu áður en hún kemur til framkvæmda. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, bls. 164 er að finna stefnu borgarinnar í húsnæðismálum sem ber heitið „Húsnæði fyrir alla“. Þar segir m.a. í markmiðum að: „Leitast verði við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa.“ Þessu er fylgt eftir með ýmsum almennum yfirlýsingum um af hverju skuli taka mið og m.a. sagt að: „Húsnæðisstefnan byggist á markmiðum um sjálfbæra þróun og hagkvæma uppbyggingu borgarinnar.“ Auðvitað er öllum frjálst að trúa hverju sem er, en samkvæmt því sem hér hefur verið sagt að ofan er þetta of óljóst til þess að hægt sé að kalla þetta stefnu. Til að vekja engar óraunhæfar væntingar hjá fólki ætti því að velja þessu eitthvert annað nafn. Nú kann vel að vera að einhverjir Íslendingar telji okkur ekki þurfa að vanda stefnumörkun og ákvarðanatöku, eftir því sem þekkingu á þessu sviði fleygir fram og við getum haldið áfram með okkar „framtíðarsýnir“ og að skipa helstu hagsmunaaðila eða vini í nefndir til þess að ráða fram úr flóknum málum. Biflían er líka full af sögum um fólk sem sá sýnir (e: visions) og talaði tungum og hvers vegna ættum við þá að færa okkur í nyt þekktar aðferðir samtímans og kenningar um ákvarðanir (e.?decision theory) við stefnumótun og nútíma skipulag ef við getum komist upp með annað?Kynni sér fræðin Þeir sem bjóða sig fram til þess að móta stefnu og taka ákvarðanir fyrir okkur hin gerðu hins vegar rétt í að kynna sér þessi fræði og nota þau við úrlausn mála. Ef það hefði verið gert vissum við Reykvíkingar t.d. hvaða stefna réð því að ákveðið var að skipuleggja turn fyrir innsiglingarvitann í Reykjavík og hver bar ábyrgð á að framfylgja þeirri stefnu sem kostaði okkur borgarbúa marga milljónatugi að ekki sé minnst á aðrar hremmingar sem við Reykvíkingar stöndum frammi fyrir á þessu sviði. Íslenskir stjórnmálaflokkar fá umtalsvert fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til þess að standa forsvaranlega að stefnumörkun og ákvörðunum og allar líkur eru á að ungt, vel menntað fólk, geri kröfu um að tiltæk þekking verði notuð við framtíðarstefnumótun og skipulag. Ef við sem þjóð ætlum okkur eitthvað í framtíðinni held ég að við þurfum að geta orðað það skýrar en að tala óljóst um einhverja þokubakka eða sýnir á sjóndeildarhringnum. Þetta vita aðrar þjóðir, eins og t.d. Bandaríkjamenn sem aldrei hefði tekist að koma manni á tunglið ef þeir hefðu ekki notað tiltæka aðferðafræði samtímans. Það skiptir kjósendur vaxandi máli að fá eitthvað annað en almennt orðagjálfur frá stjórnmálamönnum um einhverjar „framtíðarsýnir“ til þess að kjósendur geti bæði valið á milli einstaklinga og flokka og kallað þá til ábyrgðar sem móta viðkomandi stefnu og eiga að framfylgja henni.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun