Skoðun

Þingmenn og ráðherrar

Magnús Orri Schram skrifar
Gott skref til að bæta vinnubrögð á Alþingi, auka sjálfstæði þess og eftirlitshlutverk, er að þingmenn víki af þingi verði þeir ráðherrar. Þannig yrði þrískipting valds miklu skýrari, aðhald þings með ríkisstjórn betra og dregið yrði úr ráðherraræði. Alþingi yrði losað undan ofurvaldi ríkisstjórnar.

Þjóðfundurinn 2010, Stjórnlaganefnd og síðar Stjórnlagaráð voru þessarar skoðunar. Í 89. grein að nýrri stjórnarskrá er kveðið á um að verði alþingismaður ráðherra skal viðkomandi víkja af þingi og varamaður taka sæti hans. Verði Samfylkingin hluti af nýrri ríkisstjórn á þetta að vera hluti af verkefnalista hennar.




Skoðun

Sjá meira


×