Hagræðing menningararfs? Þóra Pétursdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á síðustu vikum hefur tillögu að sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar Íslands verið varpað inn í umræðuna, í bókstaflegum skilningi. Málið ber að með slíku offorsi að undarlegt verður að teljast. Lítil sem engin umræða hafði farið fram áður en málið var afgreitt á einungis þremur fundum stýrihóps ráðherra. Fyrir utan almenna óánægju með tillögurnar og lagafrumvarpið, gefur því augaleið að eitthvað meira en lítið er bogið við aðdraganda málsins, svo ekki sé talað um hvernig standa á að sameiningunni og skipan í embætti forstöðumanns. Uppgefnar ástæður sameiningar eru hagræðing og nauðsyn þess að koma skikki á minjamál og minjavörslu í landinu. Hvort tveggja er mikilvægt þótt sundrung og samþjöppun valds séu því miður líklegri afleiðingar breytinganna. Auk þess er dapurlegt að sjá umræðu um nauðsynlega festu í málaflokknum snúast í gagnrýni á þá sem innan hans starfa, en það er greinilegt af umræðu síðustu daga að fornleifafræðingum finnst að þeim vegið. Verkferla og verklag má lengi bæta en það er ekki þar sem skórinn kreppir mest. Það sem raunverulega þarf að koma skikki á er hvernig staðið er að fjárveitingu til fornleifarannsókna í landinu.Aðför að rannsóknum Einna alvarlegast í þessum tillögum er þó sú aðför að rannsóknum á sviði menningararfs, í breiðum skilningi, sem þær hafa í för með sér. Fyrir stofnun Fornleifaverndar ríkisins árið 2001 voru bæði stjórnsýsla og rannsóknastarf á höndum Þjóðminjasafns Íslands. Með tilkomu Fornleifaverndar var greint á milli þessara þátta. Með síðustu lagabreytingum árið 2013, þegar Fornleifavernd varð að Minjastofnun Íslands, varð Þjóðminjasafn Íslands auk þess að háskólastofnun, en samstarfssamningur safnsins og HÍ var einmitt endurnýjaður á dögunum. Þessi þróun hefur verið til góðs og þótt mikilvægt sé að stuðla að sem mestu og bestu samstarfi á milli þessara sviða (stjórnsýslu og rannsókna) er ekki síður mikilvægt að halda þeim aðgreindum. Skýr stefnumótun í minjavernd og rannsóknum eins og lögð er til í fyrirliggjandi frumvarpi er mikilvæg. Í greinargerð með frumvarpinu kemur hins vegar fram að fyrirmynd þess sé m.a. sótt til Noregs. Það verður að teljast undarlegt í ljósi þess að norska kerfið byggir einmitt á aðgreiningu stjórnsýslu og rannsókna – en þeim mun skýrari og öflugri samvinnu á milli sviðanna. Þjóðminjasafnið er mikilvæg rannsóknastofnun á sviði fornleifarannsókna. Verði samruni að veruleika er hætt við að dagar Þjóðminjasafns sem rannsóknastofnunar séu taldir – allavega að trúverðugleiki þess sem slíkrar bíði verulegan hnekki. Það væri mikið ógæfuspor. Að öðrum kosti verður ný Þjóðminjastofnun handhafi óeðlilegs vísindalegs forræðis, sem á sér ekki fyrirmynd í Noregi. Þau áform að færa m.a. málefni friðlýsingar beint til ráðuneytis, eða forsætisráðherra, undirstrikar þá óheppilegu forræðishyggju sem í stefnir.Forræðishyggja og samþjöppun Það er erfitt að slíta tillögur um sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar úr samhengi við það hringl með málaflokkinn sem á undan er gengið. Þar má nefna tilflutning málaflokksins frá ráðuneyti mennta- og menningarmála til forsætisráðuneytis (sem er fremur undantekning á Vesturlöndum), duttlungakenndar fjárveitingar forsætisráðherra til verkefna án auglýsinga, og ráðherravæðingu málefna um verndarsvæði í byggð. Ekki er laust við að sæki að manni uggur – hvað er eiginlega í gangi? Þjóðarminjar og menningararfur eru hápólitísk og vandmeðfarin fyrirbæri – það hefur sagan sýnt okkur. Þannig er það alltaf, en ekki síst í fjölmenningarsamfélagi samtímans. Menningararfur má ekki verða verkfæri stjórnmála. Það má ekki hagræða honum þannig. Sú forræðishyggja og samþjöppun valds sem virðist liggja að baki sameiningartillögum er aðför að sjálfstæði rannsókna og sífelldri endurskoðun á því sem við hömpum sem þjóðararfi okkar. Samvinna er lausnin, ekki sameining. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur tillögu að sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar Íslands verið varpað inn í umræðuna, í bókstaflegum skilningi. Málið ber að með slíku offorsi að undarlegt verður að teljast. Lítil sem engin umræða hafði farið fram áður en málið var afgreitt á einungis þremur fundum stýrihóps ráðherra. Fyrir utan almenna óánægju með tillögurnar og lagafrumvarpið, gefur því augaleið að eitthvað meira en lítið er bogið við aðdraganda málsins, svo ekki sé talað um hvernig standa á að sameiningunni og skipan í embætti forstöðumanns. Uppgefnar ástæður sameiningar eru hagræðing og nauðsyn þess að koma skikki á minjamál og minjavörslu í landinu. Hvort tveggja er mikilvægt þótt sundrung og samþjöppun valds séu því miður líklegri afleiðingar breytinganna. Auk þess er dapurlegt að sjá umræðu um nauðsynlega festu í málaflokknum snúast í gagnrýni á þá sem innan hans starfa, en það er greinilegt af umræðu síðustu daga að fornleifafræðingum finnst að þeim vegið. Verkferla og verklag má lengi bæta en það er ekki þar sem skórinn kreppir mest. Það sem raunverulega þarf að koma skikki á er hvernig staðið er að fjárveitingu til fornleifarannsókna í landinu.Aðför að rannsóknum Einna alvarlegast í þessum tillögum er þó sú aðför að rannsóknum á sviði menningararfs, í breiðum skilningi, sem þær hafa í för með sér. Fyrir stofnun Fornleifaverndar ríkisins árið 2001 voru bæði stjórnsýsla og rannsóknastarf á höndum Þjóðminjasafns Íslands. Með tilkomu Fornleifaverndar var greint á milli þessara þátta. Með síðustu lagabreytingum árið 2013, þegar Fornleifavernd varð að Minjastofnun Íslands, varð Þjóðminjasafn Íslands auk þess að háskólastofnun, en samstarfssamningur safnsins og HÍ var einmitt endurnýjaður á dögunum. Þessi þróun hefur verið til góðs og þótt mikilvægt sé að stuðla að sem mestu og bestu samstarfi á milli þessara sviða (stjórnsýslu og rannsókna) er ekki síður mikilvægt að halda þeim aðgreindum. Skýr stefnumótun í minjavernd og rannsóknum eins og lögð er til í fyrirliggjandi frumvarpi er mikilvæg. Í greinargerð með frumvarpinu kemur hins vegar fram að fyrirmynd þess sé m.a. sótt til Noregs. Það verður að teljast undarlegt í ljósi þess að norska kerfið byggir einmitt á aðgreiningu stjórnsýslu og rannsókna – en þeim mun skýrari og öflugri samvinnu á milli sviðanna. Þjóðminjasafnið er mikilvæg rannsóknastofnun á sviði fornleifarannsókna. Verði samruni að veruleika er hætt við að dagar Þjóðminjasafns sem rannsóknastofnunar séu taldir – allavega að trúverðugleiki þess sem slíkrar bíði verulegan hnekki. Það væri mikið ógæfuspor. Að öðrum kosti verður ný Þjóðminjastofnun handhafi óeðlilegs vísindalegs forræðis, sem á sér ekki fyrirmynd í Noregi. Þau áform að færa m.a. málefni friðlýsingar beint til ráðuneytis, eða forsætisráðherra, undirstrikar þá óheppilegu forræðishyggju sem í stefnir.Forræðishyggja og samþjöppun Það er erfitt að slíta tillögur um sameiningu Þjóðminjasafns og Minjastofnunar úr samhengi við það hringl með málaflokkinn sem á undan er gengið. Þar má nefna tilflutning málaflokksins frá ráðuneyti mennta- og menningarmála til forsætisráðuneytis (sem er fremur undantekning á Vesturlöndum), duttlungakenndar fjárveitingar forsætisráðherra til verkefna án auglýsinga, og ráðherravæðingu málefna um verndarsvæði í byggð. Ekki er laust við að sæki að manni uggur – hvað er eiginlega í gangi? Þjóðarminjar og menningararfur eru hápólitísk og vandmeðfarin fyrirbæri – það hefur sagan sýnt okkur. Þannig er það alltaf, en ekki síst í fjölmenningarsamfélagi samtímans. Menningararfur má ekki verða verkfæri stjórnmála. Það má ekki hagræða honum þannig. Sú forræðishyggja og samþjöppun valds sem virðist liggja að baki sameiningartillögum er aðför að sjálfstæði rannsókna og sífelldri endurskoðun á því sem við hömpum sem þjóðararfi okkar. Samvinna er lausnin, ekki sameining.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar