Hvers á flóttamaður að gjalda? Bára Friðriksdóttir skrifar 17. mars 2016 13:58 Hvernig má það vera að Íslendingar sem telja sig friðelskandi þjóð sem styðja mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, skuli láta það viðgangast að senda hvern hælisleitandann á fætur öðrum úr landi út af reglugerð. Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir að allir flóttamenn verði skoðaðir í fyrsta landinu sem þeir koma til. Á Íslandi eru hælisleitendur látnir bíða svo árum skiptir áður en komið er að þeim punkti að vísa þeim til upprunalandsins. Á meðan hefur sumt þetta fólk komið sér fyrir, fengið jafnvel kennitölu og atvinnuleyfi. Sumir eru farnir að vinna og laga sig að háttum landsmanna. Það fer að fæðast von um að hér sé þeirra heimili, þeirra líf en þá kemur íslenska kerfið í sínum silagangi og segir: Nei, þú hefur ekki fengið efnismeðferð hjá okkur og þú færð hana ekki. Þú þarft að fara í fyrsta landið sem þú komst til á flóttanum og fá þar efnislega skoðun, síðan geturðu komið aftur og athugað hjá okkur. Hvað hefur þetta landflótta fólk þurft að þola fram að þessu? Satt að segja skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur og koma svona fram við útlendinginn. Það eru margir sem hnýta í Gamla testamentið en þar er talað betur um réttindi útlendingsins en á Íslandi. „Þegar aðkomumaður dvelur hjá ykkur skuluð þið ekki sýna ójöfnuð.“ (3. Mós. 19:33). Til að skilja alvöru málsins set ég stundum sjálfa mig í spor flóttafólksins, eða börnin mín. Að horfa á kerfið okkar og móttöku Íslendinga á flóttafólki vekur upp sterka réttlætiskennd. Það höfum við líka séð hjá fjölda Íslendinga sem mótmæltu brottvísun albönsku fjölskyldunnar úr landi, Paul Ramses um árið o.s.frv. Ég fékk tækifæri til að kynnast Ramses fjölskyldunni í gegnum vináttuverkefni Rauðakrossins og hef ég góðfúslegt leyfi að segja frá því. Það hefur verið gleði fyrir mig að fá að víkka sjóndeildarhringinn í gegnum líf þeirra. Taka þátt í sigrum þeirra og tapi og sjá hvernig Paul og Rosmary leggja sitt á vogarskálarnar í heimsþorpinu með fyrirtæki sínu að reisa leik- og barnaskóla í fátæku þorpi í Kenýu. Blessun þess að þau hafa fengið ríkisborgararétt hér auðgar Íslendinga og fátæk börn í Keníu. Á borgarafundi í Hafnarfirði í vetur um málefni innflytjenda lagði Paul Ramses það til að þjóðarbrotin myndu vera með fjölmenningardag í Hafnarfirði og er unnið að undirbúningi þess. Með fjölbreyttri kynningu munu þau auðga og gleðja bæði sig og landann. Skrif mín eru viðbragð við enn einni brottvísun þjáðra flóttamanna sem Fréttablaðið greindi frá 7. mars 2016. Hjónin Tsegay og Abraha hafa í mörg ár verið á flótta bæði saman og aðskilin. Þau eru að byrja að gróa sára sinna í skjóli friðsældar á Íslandi. Konan er þunguð með áhættumeðgöngu og nú á að senda þau til Ítalíu. Hvar er mannúð okkar Íslendinga? Þetta má ekki við svo búið standa. Ég kalla eftir nýju verklagi og stefnu í málefnum hælisleitenda og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason Skoðun Skoðun Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera að Íslendingar sem telja sig friðelskandi þjóð sem styðja mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, skuli láta það viðgangast að senda hvern hælisleitandann á fætur öðrum úr landi út af reglugerð. Dyflinnarreglugerðin gerir ráð fyrir að allir flóttamenn verði skoðaðir í fyrsta landinu sem þeir koma til. Á Íslandi eru hælisleitendur látnir bíða svo árum skiptir áður en komið er að þeim punkti að vísa þeim til upprunalandsins. Á meðan hefur sumt þetta fólk komið sér fyrir, fengið jafnvel kennitölu og atvinnuleyfi. Sumir eru farnir að vinna og laga sig að háttum landsmanna. Það fer að fæðast von um að hér sé þeirra heimili, þeirra líf en þá kemur íslenska kerfið í sínum silagangi og segir: Nei, þú hefur ekki fengið efnismeðferð hjá okkur og þú færð hana ekki. Þú þarft að fara í fyrsta landið sem þú komst til á flóttanum og fá þar efnislega skoðun, síðan geturðu komið aftur og athugað hjá okkur. Hvað hefur þetta landflótta fólk þurft að þola fram að þessu? Satt að segja skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur og koma svona fram við útlendinginn. Það eru margir sem hnýta í Gamla testamentið en þar er talað betur um réttindi útlendingsins en á Íslandi. „Þegar aðkomumaður dvelur hjá ykkur skuluð þið ekki sýna ójöfnuð.“ (3. Mós. 19:33). Til að skilja alvöru málsins set ég stundum sjálfa mig í spor flóttafólksins, eða börnin mín. Að horfa á kerfið okkar og móttöku Íslendinga á flóttafólki vekur upp sterka réttlætiskennd. Það höfum við líka séð hjá fjölda Íslendinga sem mótmæltu brottvísun albönsku fjölskyldunnar úr landi, Paul Ramses um árið o.s.frv. Ég fékk tækifæri til að kynnast Ramses fjölskyldunni í gegnum vináttuverkefni Rauðakrossins og hef ég góðfúslegt leyfi að segja frá því. Það hefur verið gleði fyrir mig að fá að víkka sjóndeildarhringinn í gegnum líf þeirra. Taka þátt í sigrum þeirra og tapi og sjá hvernig Paul og Rosmary leggja sitt á vogarskálarnar í heimsþorpinu með fyrirtæki sínu að reisa leik- og barnaskóla í fátæku þorpi í Kenýu. Blessun þess að þau hafa fengið ríkisborgararétt hér auðgar Íslendinga og fátæk börn í Keníu. Á borgarafundi í Hafnarfirði í vetur um málefni innflytjenda lagði Paul Ramses það til að þjóðarbrotin myndu vera með fjölmenningardag í Hafnarfirði og er unnið að undirbúningi þess. Með fjölbreyttri kynningu munu þau auðga og gleðja bæði sig og landann. Skrif mín eru viðbragð við enn einni brottvísun þjáðra flóttamanna sem Fréttablaðið greindi frá 7. mars 2016. Hjónin Tsegay og Abraha hafa í mörg ár verið á flótta bæði saman og aðskilin. Þau eru að byrja að gróa sára sinna í skjóli friðsældar á Íslandi. Konan er þunguð með áhættumeðgöngu og nú á að senda þau til Ítalíu. Hvar er mannúð okkar Íslendinga? Þetta má ekki við svo búið standa. Ég kalla eftir nýju verklagi og stefnu í málefnum hælisleitenda og það strax.
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar