Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2016 19:00 Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira