Innlent

Afi á Akureyri sótti rangt barn í leikskólann

Bjarki Ármannsson skrifar
Afi barns á leikskólanum Kiðagil á Akureyri fór fyrir slysni heim með ókunnugt barn af leikskólanum fyrir nokkrum vikum.
Afi barns á leikskólanum Kiðagil á Akureyri fór fyrir slysni heim með ókunnugt barn af leikskólanum fyrir nokkrum vikum. Vísir/Pjetur
Afi barns á leikskólanum Kiðagil á Akureyri fór fyrir slysni heim með ókunnugt barn af leikskólanum fyrir nokkrum vikum. Mistökin uppgötvuðust síðar um daginn.

Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV. Þar er haft eftir Soffíu Vagnsdóttur, fræðslustjóra Akureyrarbæjar, að afinn sé mikið í burtu og sjái barnabarn sitt þannig sjaldan. Vel verði farið yfir málið með leikskólastjórnendum bæjarins til að fyrirbyggja að svona mistök geti átt sér stað.

Að því er greint er frá í fréttinni, fór maðurinn inn á vitlausa deild þegar hann kom að sækja barnabarn sitt og starfsmaður leikskólans heyrði vitlaust, en mjög líkt, nafn. Það varð til þess að afinn fékk rangt tveggja ára barn í hendurnar og fór með það heim.

Mistökin uppgötvuðust um hálftíma síðar þegar amma barnsins kom heim og tók eftir því að barnið sem maður hennar hafði sótt var ekki barnabarn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×