Körfubolti

Liðsfélagar Kára féllu á „Hafnarfjarðar-prófinu“ | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson og „Hafnarfjörður“.
Kári Jónsson og „Hafnarfjörður“. Mynd/@DrexelMBB
Kári Jónsson, fyrrum leikmaður Hauka í Domino´s deildinni og lykilmaður í íslenska 18 ára landsliðinu, hefur heldur betur slegið í gegn á fyrsta mánuði sínum í bandaríska háskólaboltanum.

Kári skoraði sjö þriggja stiga körfur í sigri Drexel-háskólans á High Point um síðustu helgi og var í kjölfarið kosinn íþróttamaður vikunnar í skólanum.

Frammistaða Kára hefur kallað á meiri athygli á honum sjálfum og hvaðan hann er. Kári er stoltur Hafnfirðingur og liðsfélagar hans fengu það verkefni að bera nafn íslenska bæjarins fram.

Myndbandið með tilraunum liðfélaga Kára var sett inn á Twitter-síðu körfuboltaliðsins og það er fróðlegt að sjá strákana reyna að bera fram „Hafnarfjörður“

Í stuttu máli má segja að þeir hafi allir fallið á „Hafnarfjarðar-prófinu“ en það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.

Kári var kominn í risastórt hlutverk í Haukaliðinu á síðasta tímabili þegar Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Íslenskir körfuboltaáhugamenn vita því alveg hvað strákurinn getur en það er gaman að sjá hann finna fjölina sína strax með Drexel-liðinu.


Tengdar fréttir

Kári stigahæstur í sigri Drexel

Kári Jónsson, bakvörður Drexel háskólans í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta, var stigahæstur í naumum 78-72 sigri á High Point á útivelli í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×