Fótbolti

Schweinsteiger má nú æfa aftur með stóru strákunum hjá Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bastian Schweinsteiger og Wayne Rooney á æfingunni í dag.
Bastian Schweinsteiger og Wayne Rooney á æfingunni í dag. Vísir/Getty
Bastian Schweinsteiger, þýski miðjumaðurinn hjá Manchester United, fékk að vera með á æfingu aðalliðs Manchester United í dag.

Schweinsteiger hefur ekki fengið að spila einn einasta leik síðan að Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri United.

Hinn 32 ára gamali Schweinsteiger er fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins og sú ákvörðun að útiloka hann frá liðinu kallaði á sterk viðbrögð landa hans.  

Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins og fyrrum liðsfélagi Schweinsteiger hjá Bayern München, var sá síðasti til að kalla eftir því að Morinho tæki Schweinsteiger aftur inn í liðið.

Það leit hinsvegar út fyrir það að Schweinsteiger yrði að eyða öllu tímabilinu út í kuldanum eftir að eitt fyrsta verk Jose Mourinho sem stjóra liðsins var að útiloka hann frá æfingum liðsins.

Myndir af Bastian Schweinsteiger á æfingu í dag komu inn á samfélagsmiðla Manchester United í dag og það lítur út fyrir að slakt gengi liðsins að undanförnu hafi fengið til að breyta um skoðun.

Manchester United vann ekki deildarleik í öllum októbermánuði og er aðeins í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu leiki.

Síðasti keppnisleikur Bastian Schweinsteiger var þegar hann kom inná sem varamaður hjá þýska landsliðinu á móti Frakklandi í undanúrslitaleik EM í sumar.

Hann spilaði síðasta leik sinn fyrir Manchester United í mars en þá var Hollendingurinn Louis van Gaal knattspyrnustjóri félagsins.

Bastian Schweinsteiger á æfingunni.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×