Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2016 16:55 Oddný Harðardóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 16 í dag en hún var sá sú sjöunda og sú síðasta í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Gaf hún sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn á Bessastöðum að loknum fundi þeirra áður en að hún las upp yfirlýsingu þess efnis að hún myndi segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar og að Logi Einarsson varaformaður myndi taka við. Í spjalli sínu við fjölmiðlamenn kom fram að Samfylkingin myndi ekki taka þátt í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður. „Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst. Við munum styðja öll góð mál. Verði möguleiki á einhversskonar umbótastjórn munum við styðja hana,“ sagði Oddný en hún var einnig spurð að því hvort að Samfylkingin myndi verja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli ásamt Pírötum líkt og Píratar hafa lagt til.„Við getum vel hugsað okkur að styðja slíka stjórn sem væri mynduð af stjórnarandstöðunni ásamt Viðreisn. Auðvitað ekki blindandi, við myndum vilja sjá um hvað slíkir flokkar myndu gera sáttmála en það er mjög líklegt að við myndum styðja slíka stjórn og verja hana falli.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur tilkynnt að hann muni halda viðræðum sínum við forystufólk flokkanna áfram á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar umboðs til stjórnarmyndunar á næstu dögum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Björt framtíð leggur til að Viðreisn fái stjórnarmyndunarumboð „Við sjáum mikla samvinnu og samlegð með okkur og Viðreisn sem er nýr miðjuflokkur“ 31. október 2016 15:55 Forsetinn heldur viðræðum við forystufólk flokkanna áfram á morgun 31. október 2016 16:42 Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06 Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 16 í dag en hún var sá sú sjöunda og sú síðasta í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Gaf hún sér tíma til að ræða við fjölmiðlamenn á Bessastöðum að loknum fundi þeirra áður en að hún las upp yfirlýsingu þess efnis að hún myndi segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar og að Logi Einarsson varaformaður myndi taka við. Í spjalli sínu við fjölmiðlamenn kom fram að Samfylkingin myndi ekki taka þátt í þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður. „Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst. Við munum styðja öll góð mál. Verði möguleiki á einhversskonar umbótastjórn munum við styðja hana,“ sagði Oddný en hún var einnig spurð að því hvort að Samfylkingin myndi verja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli ásamt Pírötum líkt og Píratar hafa lagt til.„Við getum vel hugsað okkur að styðja slíka stjórn sem væri mynduð af stjórnarandstöðunni ásamt Viðreisn. Auðvitað ekki blindandi, við myndum vilja sjá um hvað slíkir flokkar myndu gera sáttmála en það er mjög líklegt að við myndum styðja slíka stjórn og verja hana falli.“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur tilkynnt að hann muni halda viðræðum sínum við forystufólk flokkanna áfram á morgun með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar umboðs til stjórnarmyndunar á næstu dögum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Björt framtíð leggur til að Viðreisn fái stjórnarmyndunarumboð „Við sjáum mikla samvinnu og samlegð með okkur og Viðreisn sem er nýr miðjuflokkur“ 31. október 2016 15:55 Forsetinn heldur viðræðum við forystufólk flokkanna áfram á morgun 31. október 2016 16:42 Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06 Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Björt framtíð leggur til að Viðreisn fái stjórnarmyndunarumboð „Við sjáum mikla samvinnu og samlegð með okkur og Viðreisn sem er nýr miðjuflokkur“ 31. október 2016 15:55
Tillaga Pírata um minnihlutastjórn á borðinu ef illa gengur að mynda meirihluta „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð forystumanna Viðreisnar verða við þessu.“ 31. október 2016 14:06
Oddný segir af sér sem formaður Samfylkingar Tilkynnti um afsögn sína á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 16:31
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Viðreisn útilokar ekki minnihlutastjórn með Bjartri framtíð og VG Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 14 í dag til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna. 31. október 2016 14:12