Enski boltinn

Liðsfélagi Jóhanns valinn í enska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane er búinn að skora í ensku úrvalsdeildinni í vetur og fagnar hér marki sínu með George Boyd.
Keane er búinn að skora í ensku úrvalsdeildinni í vetur og fagnar hér marki sínu með George Boyd. vísir/getty
Gareth Southgate, bráðabirgðalandsliðsþjálfari Englands, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum.

Glen Johnson hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla og í hans stað hefur verið valinn Michael Keane, varnarmaður Burnley sem Jóhann Berg Guðmundsson spilar með.

Hinn 23 ára gamli Keane lék með yngri landsliðum Englands en hefur ekki enn leikið A-landsleik.

Keane er alinn upp hjá Man. Utd en náði aðeins að spila einn leik fyrir félagið áður en honum var vísað á dyr.

Hann hefur spilað alla leiki Burnley í vetur og spilað mjög vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×