Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður ítarlega fjallað um þann gestagang sem verið hefur í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem forystufólk stjórnmálaflokkanna komu á fund Bjarna Benediktssonar, formann Sjálfstæðisflokksins.

Í fréttunum verður einnig fjallað um sláandi skýrslu Rauða krossins um fátækt barna á Íslandi en þar kemur fram að hlutfall barna sem líða verulegan skort hefur þrefaldast á sex árum.

Við ræðum síðan við grunnskólakennara sem eru æfir vegna ákvörðunar kjararáðs að hækka laun þingmanna. Margir kennarar íhuga uppsögn.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×