Fulltrúar Bremenports GmbH & Co. KG ásamt fulltrúa EFLU verkfræðistofu heimsækja Langanes eftir fjóra daga vegna áforma um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.
„Markmið heimsóknarinnar er að kynna stöðu verkefnisins fyrir íbúum og landeigendum og að funda með sveitarstjórnum og embættismönnum“ segir í fundargerð sveitarstjórnar Langanesbyggðar.
Þá segir að í framhaldi af undirritun viljayfirlýsingar í maí hafi „átt sér stað samskipti milli fulltrúa sveitarfélaganna og samstarfsaðila varðandi næstu skref.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.

