Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 12:56 Akurskóli Mynd/Já.is Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. Krefjast þeir að farið verði í aðgerðir til þess að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax. Að óbreyttu verði gripið til hópuppsagna 1. maí 2017. Í yfirlýsingu frá kennurum sem samþykkt var á kennarafundi og birt var á vef Víkurfrétta segir að þolinmæði kennara sé þrotin. Nýjustu fregnir af launahækkun þingmanna, ráðherra og forseta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Æ fleiri kennarar sæki í önnur störf og ástandið í stéttinni sé óþolandi og framtíð kennarastéttarinnar sé mjög óljós. Grunnskólakennarar felldu kjarasamning sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga í upphafi september. Var það í annað sinn á skömmum tíma sem kennarar höfnuðu samningum.Ályktun kennara Akurskóla í heild sinniÞolinmæði kennara Akurskóla er á þrotum. Við teljum að lítið sé gert úr okkar störfum og nýjustu fréttir af launahækkunum æðstu ráðamanna eru kornið sem fyllti mælinn.Algerlega óháð því hvort kjararáð dragi sinn úrskurð til baka hafa kennarar enga þolinmæði lengur gagnvart samningaviðræðum sem miða að því að láta fjölbreytt skólastarf passa í „Excel skjal“ og hártogunum um atriði sem litlu máli skipta.Við vitum í hverju starf okkar felst og þurfum ekki að láta skilgreina það fyrir okkur.Núverandi ástand í stéttinni er ólíðandi og æ fleiri kennarar flýja i önnur störf, færri sækja í grunnskólakennaranámið og því er framtíðin mjög óljós. Einnig er ómögulegt að troða grunnskólum landsins í fyrrnefnt Excelskjal því þar er ekki tekið tillit til þess fjölbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar.Hvorki ríki né sveitarfélög geta lengur vikið sér undan ábyrgð og hvað þá falið sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Við viljum hærri laun en ekki stöðuga sölu á réttindum okkar og krefjumst launa samkvæmt þeirri ábyrgð sem við berum í okkar starfi.Við förum fram á að framkvæmdar verði viðeigandi aðgerðir til að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax og teljum það skyldu KÍ að fara að þeim tilmælum.Að óbreyttu verður gripið til hópuppsagna 1. maí 2017.Einnig bendum við á að um miðja síðustu öld voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara og förum fram á að það viðmið verði tekið upp að nýju. Ályktun þessi var samþykkt á kennarafundi 2. nóvember 2016.Kennarar við Akurskóla Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. Krefjast þeir að farið verði í aðgerðir til þess að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax. Að óbreyttu verði gripið til hópuppsagna 1. maí 2017. Í yfirlýsingu frá kennurum sem samþykkt var á kennarafundi og birt var á vef Víkurfrétta segir að þolinmæði kennara sé þrotin. Nýjustu fregnir af launahækkun þingmanna, ráðherra og forseta hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Æ fleiri kennarar sæki í önnur störf og ástandið í stéttinni sé óþolandi og framtíð kennarastéttarinnar sé mjög óljós. Grunnskólakennarar felldu kjarasamning sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga í upphafi september. Var það í annað sinn á skömmum tíma sem kennarar höfnuðu samningum.Ályktun kennara Akurskóla í heild sinniÞolinmæði kennara Akurskóla er á þrotum. Við teljum að lítið sé gert úr okkar störfum og nýjustu fréttir af launahækkunum æðstu ráðamanna eru kornið sem fyllti mælinn.Algerlega óháð því hvort kjararáð dragi sinn úrskurð til baka hafa kennarar enga þolinmæði lengur gagnvart samningaviðræðum sem miða að því að láta fjölbreytt skólastarf passa í „Excel skjal“ og hártogunum um atriði sem litlu máli skipta.Við vitum í hverju starf okkar felst og þurfum ekki að láta skilgreina það fyrir okkur.Núverandi ástand í stéttinni er ólíðandi og æ fleiri kennarar flýja i önnur störf, færri sækja í grunnskólakennaranámið og því er framtíðin mjög óljós. Einnig er ómögulegt að troða grunnskólum landsins í fyrrnefnt Excelskjal því þar er ekki tekið tillit til þess fjölbreytileika sem fylgir skóla án aðgreiningar.Hvorki ríki né sveitarfélög geta lengur vikið sér undan ábyrgð og hvað þá falið sig á bak við samninganefnd sveitarfélaga. Við viljum hærri laun en ekki stöðuga sölu á réttindum okkar og krefjumst launa samkvæmt þeirri ábyrgð sem við berum í okkar starfi.Við förum fram á að framkvæmdar verði viðeigandi aðgerðir til að framkalla samræmda vinnustöðvun grunnskólakennara strax og teljum það skyldu KÍ að fara að þeim tilmælum.Að óbreyttu verður gripið til hópuppsagna 1. maí 2017.Einnig bendum við á að um miðja síðustu öld voru laun alþingismanna miðuð við laun kennara og förum fram á að það viðmið verði tekið upp að nýju. Ályktun þessi var samþykkt á kennarafundi 2. nóvember 2016.Kennarar við Akurskóla
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38 Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs Guðbjörg Pálsdóttir sagði upp starfi sínu sem grunnskólakennari. Hún segir fleiri kennara vera í svipuðum hugleiðingum. 1. nóvember 2016 19:38
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00