Innlent

25 milljónir fara í neyðarsjóð SÞ

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 25 milljónir króna til neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna. Upphæðin bætist við þær tíu milljónir króna sem settar voru í sjóðinn fyrr á árinu.

Ástæðurnar fyrir fjárveitingunni nú eru meðal annars hamfarirnar á Haíti, vegna fellibylsins Matthíasar sem fór yfir eyríkið í upphafi mánaðarins, og viðvarandi borgarastyrjöld í Sýrlandi.

Samkvæmt mati stofnana Sameinuðu þjóðanna er þörf á 119 milljónum dala í mannúðaraðstoð á Haíti.

Þá hefur sjóðurinn einnig látið fé af hendi rakna til Tsjads, Mið-Afríkulýðveldisins og Jemens. Þeim sem þarfnast neyðaraðstoðar hefur fjölgað mjög á síðustu árum en í septembermánuði einum veitti sjóðurinn 69 milljónir dala í aðstoð í tíu löndum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×