Erlent

Þýðingarnar orðnar fleiri en fimm hundruð

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fyrstu grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna veifað í Nice árið 2005.
Fyrstu grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna veifað í Nice árið 2005. Nordicphotos/AFP
Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur nú verið þýddur yfir á meira en 500 tungumál.

Ekki er vitað til þess að nokkurt skjal hafi verið þýtt yfir á jafnmörg tungumál. Skjalið komst fyrir vikið á heimsmetaskrá Guinness strax árið 1999 þegar búið var að þýða það yfir á 298 tungumál.

Nýjasta þýðingin er á máli Quech­ua-þjóðarinnar í norðanverðri Bólivíu. Það er þýðing númer 501 en um 116 þúsund manns tala þetta tungumál.

Sáttmálinn hefur meðal annars verið þýddur yfir á tvö táknmál, hið spænska og hið breska.

Sáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 10. desember árið 1948. Í honum eru tilgreind þau grundvallarréttindi sem tryggja á öllum mönnum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×