Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Geðhvarfasýkin litaði allt líf Gróu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Gróa Rán Birgisdóttir greindist með geðhvarfasýki í lok september 2015 og lýsir því sem hálfgerðum létti þegar hún var loksins greind. Hún hafði  alla ævi glímt við andlegt ójafnvægi, án þess að vita af hverju.

Þegar Gróa hóf menntaskólagöngu  fór hún að finna fyrir því að inn á milli þess sem hún fór langt niður sökum þunglyndis, varð hún mjög ör. 

Þunglyndistímabilin voru þung og erfið, og hún reyndi m.a.s. sjálfsvíg. Hún sér þó spaugilegu hliðarnar á uppsveiflunum, sem einkenna sjúkdóminn inn á milli.

Gróa lýsir hetjulegri baráttu sinni við geðhvarfasýki á einlægan og opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×