Viðskipti innlent

Helmingur fatasölunnar líklega yfirstaðinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Helmingi jólafatasölunnar var lokið eftir þessa helgi í fyrra.
Helmingi jólafatasölunnar var lokið eftir þessa helgi í fyrra. vísir/Anton Brink
Á síðasta ári var 51 prósent af innlendri fatasölu sem átti sér stað á þremur stærstu verslunarsvæðunum á Íslandi í aðdraganda jóla búin áður en desember hófst. Ef kauphegðun verður svipuð á milli ára má gera ráð fyrir að eftir þessa helgi verði líklega helmingi jólafatasölunnar lokið.

Söluhlutfallið var ólíkt milli svæða þegar Black Friday-helgin var yfirstaðin samkvæmt tölum Meniga. Í Kringlunni voru 54 prósent af fatasölunni búin áður en desember hófst. Í Smáralind var 55 prósentum af fatasölunni lokið, en í miðbænum voru aðeins 40 prósent af fatasölunni búin áður en desember hófst.

Samkvæmt tölum Meniga má sjá að fatasalan eykst jafnt og þétt frá októbermánuði en tekur verulegt stökk á miðnæturopnun Smáralindar og Kringlunnar í kringum mánaðamótin október/nóvember og að svo aukist salan örlítið vegna Black Friday. Hún tekur svo gríðarlegan kipp frá og með miðjum desember og er allveruleg á Þorláksmessu. Úrvinnsla Meniga byggir á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×